Ný stjórn Birtu lífeyrissjóðs verður kjörin á ársfundi 2. maí 2018. Valnefnd launafólks í sjóðnum auglýsir nú eftir fulltrúum til að taka sæti í stjórninni kjörtímabilin 2018-2019 og 2018-2020.
Fulltrúaráð launamanna Birtu kýs tvo stjórnarmenn til tveggja ára og tvo til eins árs auk varamanns til tveggja ára og varamanns til eins árs.
Þeir sem áhuga hafa á að gefa kost á sér til stjórnarsetu sendi umsókn ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi og starfsferilsskrá á tölvupóstfangið valnefnd@birta.is fyrir kl. 16 þriðjudaginn 20. febrúar 2018.