Vinnustaðaeftirlitið komið í fullan gang

Vinnustaðaeftirlit aðildarfélaga Samiðnar „Planið“ í samstarfi við Rafiðnaðarsambandið sem hófst sl. haust er nú hafið að nýju eftir áramót og hafa nokkrir vinnustaðir þegar verið heimsóttir og starfsréttindi manna könnuð og þeim veittar upplýsingar um kaup og kjör.  Verkefnið beinist sérstaklega að stöðu erlendra starfsmanna í mannvirkjagerð, en það hefur því miður sýnt sig að oft er pottur brotinn hvað varðar kjör þeirra og aðbúnað. 

Sjá nánar.