Stærsta verkalýðsfélag Þýskalands IG Metall samdi nýverið um heimild til styttingar vinnuvikunnar samhliða hækkun launa fyrir um 900.000 félagsmenn sína í málmiðnaði í Baden-Wurtenberg. Eftir nokkur sólarhrings verkföll var samningurinn undirritaður en hann er til tveggja ára og talinn fordæmisgefandi fyrir aðrar greinar og kveður á um styttingu vinnuvikunnar úr 35 stundum í 28 og laun hækki um 4,3%. Haft er eftir formanni IG Metall Jörg Hofmann að krafan um styttingu vinnuvikunnar marki tímamót og sé fordæmi fyrir ekki einungis önnur félög í Þýskalandi heldur Evrópu alla.