Matar- og kaffitímar, fæðis- og flutningskostnaður

3.1.    Matar- og kaffitímar í dagvinnu 3.1.1.            Hádegismatartími er ein klst. á tímabilinu frá kl. 11:30 til 13:30 og telst hann ekki til vinnutíma. Starfsmenn og atvinnurekandi á hverjum vinnustað skulu gera með sér samkomulag um nánari tímasetningu á matarhléum. Heimilt er með samkomulagi að taka upp styttri matarhlé. 3.1.2.            Kaffihlé í dagvinnu skulu vera tvö, samtals 35 mínútur, og greiðast …

Vinnutími

2.1.    Dagvinna 2.1.1.            Dagvinna skal vera 40 klst. á viku (virkur vinnutími 37 klst. og 5 mínútur) á tímabilinu frá kl. 07:00 til kl. 18:00. 2.1.2.            Dagvinna skal unnin 5 daga vikunnar, frá og með mánudegi til og með föstudegi, og skal dagvinnutími á hverjum degi vera jafn langur eða 8 klst. á degi hverjum. Dagvinna skal hefjast á tímabilinu 07:00 …

Laun og launakerfi

1.1.               Laun Launataxtar samkv. samkomulagi ASÍ og SA frá 1. júlí 2006 Launataxtar frá 1. janúar 2007   Mánaðarl. Dagv.  Yfirv. Byrjunartaxti sveins 191.547 1.105 1.989 Eftir 1. ár í starfsgr. 200.352 1.156 2.081 Eftir 3 ár í starfsgr. 209.598 1.209 2.176 Eftir 5 ár í starfsgr. 219.307 1.266 2.277   229.500 1.324 2.383   240.204 1.386 2.494   251.442 …

Dæmi um útfærslu frítökuréttar

Dæmi 1: Starfsmaður vinnur til kl. 02:00. og byrjar aftur kl. 08:00. Hann fær einungis 6 klst hvíld. Skv. kjarasamningi á hann inni frítökurétt 11 – 6 eða 5 x 1,5 klst = 7,5. Skv. 2. mgr. gr. 2.8.3. fær hann greitt til viðbótar unnum tíma 2 klst. í yfirv. (vegna 6 klst. hvíldar í stað 8 klst.). Sama gildir …

Bókanir vegna launaflokks um skemmra starfsnám og starfsmenntagj

Launaflokkur um skemmra starfsnám Samningsaðilar eru sammála um að þegar fyrir liggja námskrár vegna skemmra starfsnáms í iðngreinum verði teknar upp viðræður milli SA og Samiðnar um lágmarkslaun. Starfsmenntagjöld Samningsaðilar eru sammála um að fram fari endurskoðun á sí- og endurmenntunargjöldum fyrir útgáfu kjarasamnings árið 2004 og leiði sú endurskoðun til hækkana er ákvörðun um upphæð gjalda bindandi fyrir öll …

Bókun vegna greinar 3.6.1.3

Þegar starfsmaður vinnur innan lögsagnarumdæmis Keflavíkurflugvallar, sbr. gr. 3.6.1.3. er lágmarkslaunataxti hans sem svarar byrjunarlaunum skv. gr.  1.1.1. kjarasamnings þessa.

Bókun um breytingar á launatöxtum

Kjarasamningur aðila miðar að því að færa launataxta nær greiddu kaupi án hækkunar á launum sem hærri eru en nýju taxtarnir. Er það gert í fjórum áföngum. Við gildistöku samnings og 1. janúar árin 2005, 2006 og 2007. Minnsta hækkun skal þó í hvert skipti vera eins og segir í 2. gr. samningsins.  Við mat á því hvort breytingar á …

Yfirlýsing um verktakastarfsemi

Á síðustu misserum hefur færst í vöxt að samskipti launþega og atvinnu­rekenda hafi verið færð í búning verktakastarfsemi, þar sem launþegi hefur talist undirverktaki atvinnurekanda. Mörg deilumál hafa risið vegna óljósra reglna um réttarstöðu aðila, ábyrgð þeirra í milli og gagnvart þriðja aðila, auk þess sem rökstuddar grunsemdir hafa vaknað um undirboð í krafti þessa. Þessi skipan dregur úr gildi …

Bókun um eldri samninga Sambands byggingamanna

Eftirfarandi samningsákvæði halda gildi sínu, þrátt fyrir að þau séu ekki tekin inn í samningstexta aðalkjarasamnings: Úr eldri samningum Sambands byggingamanna: Á Akranesi eru aðfangadagur og gamlársdagur fyrir hádegi einnig greiddir helgidagar beri þá upp á virka daga. Í Vestmannaeyjum er föstudagur í þjóðhátíð, til viðbótar því sem segir í aðal-kjarasamningi, greiddur helgidagur til byggingariðnaðarmanna í Sveinafélagi járniðnaðarmanna í Vestmannaeyjum. …