Bókun um eldri samninga Sambands byggingamanna

Eftirfarandi samningsákvæði halda gildi sínu, þrátt fyrir að þau séu ekki tekin inn í samningstexta aðalkjarasamnings:

Úr eldri samningum Sambands byggingamanna:

Á Akranesi eru aðfangadagur og gamlársdagur fyrir hádegi einnig greiddir helgidagar beri þá upp á virka daga.

Í Vestmannaeyjum er föstudagur í þjóðhátíð, til viðbótar því sem segir í aðal-kjarasamningi, greiddur helgidagur til byggingariðnaðarmanna í Sveinafélagi járniðnaðarmanna í Vestmannaeyjum.

Úr eldri samningum MSÍ:

Þegar málmiðnaðarmenn vinna utan lögsagnarumdæmis skal með fæði vera nýmjólk og smjer, sé það fáanlegt. Húsnæði skal vera upphitað og séð fyrir ræstingu. Hvílur skulu vera stoppaðir legubekkir eða rúm með dýnum og skulu ábreiður fylgja hvílunum.