1.1. Laun
Launataxtar samkv. samkomulagi ASÍ og SA frá 1. júlí 2006
Launataxtar frá 1. janúar 2007
Mánaðarl. | Dagv. | Yfirv. | |
Byrjunartaxti sveins | 191.547 | 1.105 | 1.989 |
Eftir 1. ár í starfsgr. | 200.352 | 1.156 | 2.081 |
Eftir 3 ár í starfsgr. | 209.598 | 1.209 | 2.176 |
Eftir 5 ár í starfsgr. | 219.307 | 1.266 | 2.277 |
229.500 | 1.324 | 2.383 | |
240.204 | 1.386 | 2.494 | |
251.442 | 1.451 | 2.612 | |
263.242 | 1.519 | 2.734 | |
275.633 | 1.590 | 2.863 |
Launataxtar frá 1. júlí 2006
Mánaðarl. | Dagv. | Yfirv. | |
Byrjunartaxti sveins | 186.149 | 1.074 | 1.933 |
Eftir 1. ár í starfsgr. | 194.706 | 1.123 | 2.022 |
Eftir 3 ár í starfsgr. | 203.691 | 1.175 | 2.115 |
Eftir 5 ár í starfsgr. | 213.126 | 1.230 | 2.213 |
223.032 | 1.287 | 2.316 | |
233.434 | 1.347 | 2.424 | |
244.356 | 1.410 | 2.538 | |
255.823 | 1.476 | 2.657 | |
267.865 | 1.545 | 2.782 |
Samningur þessi er mánaðarkaupssamningur með þeim réttindum sem slíkum samningi fylgir.
Samningstími. Síðast gildandi kjarasamningar Samiðnar vegna aðildarfélaga annars vegar og Bílgreinasambansins hins vegar framlengjast til 31. desember 2007 með þeim breytingum og fyrirvörum sem í samningi þessum felast og falla þá úr gildi án sérstakrar uppsagnar.
Samningur þessi gildir frá 1. maí 2004.
1.1.1. Launataxtar (sjá tímakaup á bls. 64)
1.1.1.1. Launataxtar
Með gildistöku samnings þessa falla úr gildi allir fyrri launataxtar Samiðnar, sbr. þó gr. 1.1.3. Frá gildistöku samningsins verða launataxtar sem hér segir:
Iðnaðarmenn með sveinspróf (sjá tímakaup á bls. 64)
2004 2005 2006 2007 Taxti 1 162.111 166.974 171.149 175.000 Taxti 2 170.217 175.323 179.706 183.750 Taxti 3 178.727 184.089 188.691 192.937 Taxti 4 187.664 193.294 198.126 202.584 Taxti 5 197.047 202.958 208.032 212.713 Taxti 6 206.899 213.106 218.434 223.349 Taxti 7 217.244 223.762 229.356 234.516 Taxti 8 228.106 234.950 240.823 246.242 Taxti 9 239.512 246.697 252.865 258.554
Skilgreining launataxta:
Taxti 1 Byrjunartaxti sveins.
Taxti 2 lágmarkstaxti sveins eftir eitt ár í starfsgrein.
Taxti 3 lágmarkstaxti sveins eftir 3 ár í starfsgrein.
Taxti 4 lágmarkstaxti sveins eftir 5 ár í starfsgrein
Taxti 6 Aðstoðarverkstjóri II . Starfar á litlu verkstæði.
Taxti 7 Sérmenntaður sveinn. (2. þrep)
Verkstjóri II.
Taxti 8 Sérmenntaður sveinn (3. þrep).
Tegundasérfræðingur / ráðgjafi
Aðstoðarverkstjóri 1
Taxti 9 Verkstjóri 1
(Sjá nánari skilgreiningu í fylgiskjali nr. 2 á bls. 51)
Starfsmenn sem lokið hafa skemmra starfsnámi í viðkomandi iðngrein.
(Sjá bókun á bls. 59)
Kauptaxtar eru lágmarkslaunataxtar en að öðru leyti gilda þau laun sem um semst á markaði.
1.1.1.2.
Starfsaldur miðast við starfsaldur í starfsgrein frá sveinsprófi.
1.1.1.3.
Við mat á starfsaldri til launa telst 22 ára aldur jafngilda eins árs starfi í starfsgrein.
1.1.2.
Launabreytingar á samningstímanum
Laun og aðrir kjaratengdir liðir hækka sem hér segir:
1. maí 2004 3,25%.
1. janúar 2005 3,0%,
1. janúar 2006 2,5%
1. janúar 2007 2,25%.
1.1.3
Taxtar nær greiddu kaupi
Með samningi þessum eru lágmarkslaunataxtar Samiðnarmanna færðir nær greiddu kaupi í iðngreinunum og er það gert í fjórum áföngum. Nýir kauptaxtar eiga ekki sjálfkrafa að leiða til hækkunar umfram almennar launahækkanir skv. 1.1.2. gr. Þá skulu launabreytingar samkvæmt samningi þessum í engum tilvikum leiða til minni launahækkana en sem nemur launahækkun skv. 1.1.2. gr. Sjá nánar meðfylgjandi bókun um taxtabreytingarnar.
1.1.4
Frávik frá nýju kauptaxtakerfi
Starfsmaður sem kýs að halda þeim greiðslum sem hann hefur haft umfram taxta kjarasamnings skal tilkynna vinnuveitanda það skriflega innan 30 daga frá gildistöku samnings þessa. Kemur þá hækkun skv. 1.1.2. gr. á laun hans en kauptaxti hans hækkar ekki að öðru leyti.
1.1.5. Desemberuppbót
Starfsmenn sem hafa verið í fullu starfi allt árið hjá sama fyrirtæki og eru við störf hjá fyrirtækinu í síðustu viku nóvember eða í fyrstu viku desember skulu eigi síðar en 15. desember ár hvert fá greidda sérstaka eingreiðslu, desemberuppbót, sem er kr. 38,500 á árinu 2004, kr. 39.700 á árinu 2005, kr. 40.700 á árinu 2006 og kr. 41.800 á árinu 2007. Starfsmenn í hlutastarfi sem uppfylla sömu skilyrði skulu fá greitt hlutfallslega. Uppgjörstímabil er almanaksárið, en fullt ársstarf telst í þessu sambandi 45 unnar vikur, eða meira, fyrir utan orlof. Starfsmenn með skemmri starfstíma skulu fá greitt hlutfallslega miðað við starfstíma sinn. Desemberuppbót er föst tala og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum.
Starfsmaður, sem lætur af störfum á árinu vegna aldurs eða eftir 12 vikna samfellt starf á árinu hjá sama atvinnurekanda, skal við starfslok fá greidda desemberuppbót miðað við starfstíma og starfshlutfall á árinu. Sama gildir þótt starfsmaður sé frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu atvinnurekanda lýkur eða í allt að 6 mánuði vegna fæðingarorlofs.
Desemberuppbót að inniföldu orlofi greiðist sjálfstætt og án tengsla við laun.
1.1.6. Orlofsuppbót
Starfsmaður, sem hefur áunnið sér fullan orlofsrétt, með starfi hjá sama atvinnurekanda næstliðið orlofsár og er í starfi í síðustu viku apríl eða í fyrstu viku maí, skal við upphaf orlofstöku eða eigi síðar en 15. ágúst fá greidda sérstaka eingreiðslu, orlofsuppbót, kr.21.100 á árinu 2004, kr. 21.800 á árinu 2005, kr. 22.400 á árinu 2006 og kr. 23.000 á árinu 2007 miðað við fullt starf, en hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma. Fullt starf telst í þessu sambandi 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof.
Orlofsuppbót er föst tala og tekur ekki launabreytingum skv. öðrum ákvæðum.
Láti starfsmaður af störfum vegna aldurs eða eftir 12 vikna samfellt starf á orlofsárinu skal hann við starfslok fá greidda orlofsuppbót vegna áunnins tíma miðað við starfshlutfall og starfstíma. Sama gildir þótt starfsmaður sé frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu atvinnurekanda lýkur eða vegna fæðingarorlofs allt að 6 mánuðum.
Á orlofsuppbót greiðist ekki orlof.
1.1.7. Desember- og orlofsuppbót í fæðingarorlofi
Eftir eins árs starf hjá sama vinnuveitanda teljast fjarvistir vegna lögbundins fæðingarorlofs til starfstíma við útreikning desember- og orlofsuppbótar. Sama gildir ef kona þarf að öryggisástæðum að leggja niður störf á meðgöngutíma, sbr. reglugerð um ráðstafanir til þess að auka öryggi og heilbrigði á vinnustöðum fyrir konur sem eru þungaðar, hafa nýlega alið barn eða hafa barn á brjósti.
1.1.8. Flokksstjórar og verkstæðisformenn
Sjá XIII. kafla samningsins.
1.2. Tímakaup í dagvinnu
1.2.1.
Tímakaup í dagvinnu er fundið með því að deila 173,33 í mánaðarlaun.
1.3. Vikukaup í dagvinnu
1.3.1.
Vikukaup í dagvinnu er fundið með því að margfalda tímakaup í dagvinnu með 40.
1.4. Yfirvinnukaup og stórhátíðakaup
1.4.1.
Yfirvinnukaup greiðist með tímakaupi sem samsvarar 1,0385% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu. Öll vinna, sem unnin er á stórhátíðum, sbr. gr. 2.4.2., greiðist með tímakaupi sem nemur 1,375% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu.
1.5. Laun fyrir óunna helgidaga
1.5.1.
Laun fyrir óunna helgidaga, sem falla á mánudaga til föstudaga, eru greidd í 8 stundir á þeim taxta sem starfsmaður fær í dagvinnu aðra daga, auk yfirborgunar, ef hún eru fyrir hendi.
1.6. Laun fyrir
1.6.1.
Sé unnið helgidaga sem ekki teljast stórhátíðir er, auk dagvinnulauna fyrir greidda helgidaga, greitt yfirvinnukaup.
1.6.2.
Sé unnið á stórhátíðum er, auk dagvinnulauna fyrir greidda helgidaga, greitt stórhátíðakaup með kostnaðarliðum.
1.7. Kaupgreiðslur
1.7.1.
Kaupgreiðslur skulu fara fram vikulega í dagvinnutíma. Heimilt er að greiða út launin með öðrum hætti, náist um það samkomulag.
1.7.2.
Atvinnurekendur skulu í hvert sinn sem útborgun launa fer fram afhenda hverjum starfsmanni launaseðil, þar sem fram kemur greinileg sundurliðun á fjölda dag- og yfirvinnutíma, kaupgjaldi fyrir unninn tíma, orlofi o.s.frv. Einnig allur frádráttur af kaupi svo sem lífeyrisiðgjald starfsmanns, stéttarfélagsgjald, opinber gjöld, samtölur frá áramótum, uppsöfnun á fríi sem kemur í stað yfirvinnu o.s.frv.
1.8. Útkall
1.8.1.
Þegar starfsmaður er kvaddur til vinnu eftir að dagvinnutímabili er lokið og hann er farinn af vinnustað skal hann fá greidda eina klst. auk unnins tíma, vegna röskunar á frítíma. Við þær aðstæður greiðist aldrei minna en þrjár klst. (ein klst. vegna röskunar á frítíma innifalin), nema dagvinna hefjist innan þriggja klukkustunda frá því hann kom til vinnu. Ákvæði þetta á ekki við vinnu sem unnin er í beinu framhaldi af dagvinnu eða yfirvinnu. Fyrir útkall á helgidögum, sbr. gr. 2.4., greiðist ekki minna en 4,5 klst. (ein klst. vegna röskunar á frítíma innifalin).
1.9. Ráðning skólafólks
1.9.1
Sé skólafólk ráðið í jóla- og páskafríum skal það fá gildandi tímakaup að viðbættum 4% vegna aukahelgidaga.
1.10. Ráðningarsamningar, ráðningarbréf
1.10.1.
Sé starfsmaður ráðinn til lengri tíma en eins mánaðar og að meðaltali lengur en átta klst. á viku, skal eigi síðar en tveim mánuðum eftir að starf hefst gerður skriflegur ráðningarsamningur eða ráðning staðfest skriflega. Láti starfsmaður af störfum áður en tveggja mánaða frestinum lýkur, án þess að skriflegur ráðningarsamningur hafi verið gerður eða ráðning staðfest skriflega, skal slík staðfesting látin í té við starfslok.
1.10.2.
Breytingar á ráðningarkjörum umfram það sem leiðir af lögum eða kjarasamningum skal staðfesta með sama hætti eigi síðar en mánuði eftir að þær koma til framkvæmda.
1.10.3.
Ákvæði gr. 1.10.1. og 1.10.2. gilda ekki við ráðningu í tilfallandi störf, að því tilskildu að hlutlægar ástæður liggi því til grundvallar.
1.10.4.
Upplýsingaskylda vinnuveitanda
Í ráðningarsamningi eða skriflegri staðfestingu ráðningar, þ.e. ráðningarbréfi, skal a.m.k. eftirfarandi koma fram:
- Deili á aðilum þ.m.t. kennitölur.
- Vinnustaður og heimilisfang vinnuveitanda. Sé ekki um fastan vinnustað að ræða, eða stað þar sem vinnan fer jafnaðarlega fram, skal koma fram að starfsmaður sé ráðinn á mismunandi vinnustöðum.
- Titill, staða, eðli eða tegund starfs sem starfsmaður er ráðinn í eða stutt útlistun eða lýsing á starfinu.
- Fyrsti starfsdagur.
- Lengd ráðningar sé hún tímabundin.
- Orlofsréttur.
- Uppsagnarfrestur af hálfu vinnuveitanda og starfsmanns.
- Mánaðar- eða vikulaun, t.d. með tilvísun til launataxta, aðrar greiðslur eða hlunnindi svo og greiðslutímabil.
- Lengd venjulegs vinnudags eða vinnuviku.
- Lífeyrissjóður.
- Tilvísun til gildandi kjarasamnings og hlutaðeigandi stéttarfélags.
Upplýsingar samkvæmt 6. – 9. tl. má gefa með tilvísun til kjarasamninga.
1.10.5.
Störf erlendis
Sé starfsmanni falið að starfa í öðru landi í einn mánuð eða lengur skal hann fá skriflega staðfestingu ráðningar fyrir brottför. Auk upplýsinga skv. gr. 1.10.4. skal eftirfarandi koma fram:
1. Áætlaður starfstími erlendis.
2. Í hvaða gjaldmiðli laun eru greidd.
3. Uppbætur eða hlunnindi sem tengjast starfi erlendis.
4. Eftir atvikum skilyrði þess að starfsmaður geti snúið aftur til heimalandsins.
Upplýsingar skv. 2. og 3. tl. má gefa með tilvísun til laga eða kjarasamninga.
1.10.6. Tímabundnar ráðningar
Um tímabundnar ráðningar fer skv. lögun nr. 139/2003 um tímabundna ráðningu starfsmanna.