Uppsagnarfrestur og endurráðning

11.1.     Uppsögn 11.1.1.           Uppsagnarfrestur er sem hér segir: Fyrstu 3 mánuði í sama fyrirtæki:         1 vika m.v. vikumót Eftir 3 mánuði í sama fyrirtæki:            1 mánuður m.v. mánaðamót Eftir 3 ára samfellt starf í sama fyrirtæki:    2 mánuðir m.v. mánaðamót Eftir 5 ára samfellt starf í sama fyrirtæki:    3 mánuðir m.v. mánaðamót Eftir þriggja mánaða starf telst starfsmaður vera fastráðinn. …

Félagsgjöld, sjúkra-, orlofs- og lífeyrissjóðsiðgjöld

10.1.     Félagsgjöld 10.1.1.           Vinnuveitendur skuldbinda sig til að halda mánaðarlega eftir félagsgjöldum jafnt félaga sem aukafélaga Félags hársnyrti­sveina og skila þeim samhliða orlofsheimila- og sjúkrasjóðs­iðgjöldum til félagsins og á sömu skilagrein. 10.1.2.           Aðilar eru sammála um, að Félag hársnyrtisveina v/sveina fái aðstöðu til þess að taka félagsgjöld sem % af kaupi t.d. með innheimtu samhliða lífeyrissjóðsgreiðslu og af sama gjald­stofni. …

Verkfæri og vinnuföt

9.1.       Áhöld og verkfæri Áhöld skulu meistarar leggja til. Sveinar skulu þrífa þau verk­færi, sem þeir nota á stofunni og skal það gert í dag­vinnutíma, ella greiðist yfirvinna. 9.2        Vinnufatnaður 9.2.1.             Meistara er skylt að sjá sveinum fyrir vinnufatnaði. Heimilt er að gera sérstakt samkomulag um greiðslu fatapeninga og ber þá almennt að miða við kr. 1.850 á mánuði.  Fatagjald …

Veikinda- og slysatilfelli, vinnuslys og atvinnusjúkdóma- og slysatryggingar

8.1.1.             Starfsmenn skulu á hverju 12 mánaða tímabili halda launum í veikinda- og slysaforföllum sem hér greinir: Fyrstu sex mánuðina hjá sama atvinnurekanda, tveir dagar á fullum launum fyrir hvern unninn mánuð. Eftir sex mánaða samfellt starf hjá sama atvinnurekanda, einn mánuður á fullum launum. Eftir tveggja ára samfellt starf hjá sama atvinnurekanda, einn mánuður á fullum launum og einn …

Aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi

7.1.       Öryggisbúnaður Á vinnustöðum skal vera fyrir hendi, til afnota fyrir starfsfólk sá öryggisbúnaður, sem Vinnueftirlit ríkisins telur nauðsyn­legan vegna eðlis vinnunnar, eða tiltekinn er í kjarasamningi. Starfsfólki er skylt að nota þann öryggisbúnað, sem getið er um í kjarasamningum og reglugerðum og skulu yfirmenn og trúnaðarmenn sjá um, að hann sé notaður.  Ef starfsfólk notar ekki öryggisbúnað, sem því …

Forgangsréttur

6.1.       Gagnkvæmur forgangsréttur Meistarafélagið í hárgreiðslu og Félag hárgreiðslu- og hár­skerameistara á Norðurlandi skuldbinda sig til þess að láta sveina, sem eru gildir félagsmenn í Félagi hársnyrtisveina, hafa forgangsrétt til vinnu á stofum, þegar þess er krafist. Félag hársnyrtisveina skuldbindur sig til, ef hörgull er á hársnyrtisveinum til vinnu, að láta meðlimi Meistarafélags í hárgreiðslu og Félag hárgreiðslu- og hárskerameistara …

Fyrirtækjasamningar

5.1.       Skilgreining Fyrirtækjasamningur (vinnustaðasamningur), í skilningi þessa kafla, er samningur milli fyrirtækis og starfsmanna, allra eða tiltekins hluta, um aðlögun kjarasamnings að þörfum vinnu­staðarins. Fyrirtækjasamningur, sem gerður er á grundvelli þessa kafla, er ekki kjarasamningur, enda eru samtök atvinnurekanda og stéttarfélög ekki samningsaðilar. Um aðkomu þessara aðila að samningsgerðinni vísast til gr. 5.4. 5.2.       Markmið Markmið fyrirtækjasamninga er að efla …

Orlof

4.1.       Orlof Orlof skal vera 24 virkir dagar. Orlofslaun skulu vera 10,17% af öllu kaupi, hvort sem er fyrir dagvinnu eða yfirvinnu. Sveinn, sem unnið hefur í 5 ár í iðninni sem launamaður, skal eiga 25 daga orlofsrétt og 10,64% orlofslaun og sveinn, sem unnið hefur 10 ár í iðninni sem launamaður, skal eiga 26 daga orlofsrétt og 11,11% orlofslaun. …

Matar- og kaffitímar

3.1.       Matar- og kaffitímar í dagvinnu Matarhlé skal vera ein klukkustund á tímabilinu frá klukkan 12:00 – 14:00, mánudag til og með föstudegi. Matartími telst ekki til vinnutíma. Heimilt er með samkomulagi að taka upp styttri matarhlé. Kvöldmatarhlé skal vera ein klukkustund á tímabilinu frá kl. 19:00 – 21:00. Kaffihlé skulu vera 15 mín. fyrir hádegi og 20 mín. eftir …

Vinnutími

2.1.       Dagvinna 2.1.1.             Dagvinnutími skal vera 40 klst. á viku (virkur vinnutími 37 klst. og 5 mínútur), á tímabilinu frá kl. 08:00 til kl. 18:00 frá mánudegi til föstudags. Heimilt er að haga dagvinnutíma með öðrum hætti, ef vinnuveitandi og starfsmaður koma sér saman um það. Þó skal dagvinna ávallt unnin með samfelldri vinnuskipan á degi hverjum og aldrei hefjast …