Forgangsréttur

6.1.       Gagnkvæmur forgangsréttur

Meistarafélagið í hárgreiðslu og Félag hárgreiðslu- og hár­skerameistara á Norðurlandi skuldbinda sig til þess að láta sveina, sem eru gildir félagsmenn í Félagi hársnyrtisveina, hafa forgangsrétt til vinnu á stofum, þegar þess er krafist.

Félag hársnyrtisveina skuldbindur sig til, ef hörgull er á hársnyrtisveinum til vinnu, að láta meðlimi Meistarafélags í hárgreiðslu og Félag hárgreiðslu- og hárskerameistara á Norðurlandi hafa forgangsrétt á að fá gilda meðlimi sveina­félagsins til vinnu, enda skal stjórn félagsins tilkynnt um það að sveina vanti.