Trúnaðarmenn

13.1.     Val og störf trúnaðarmanna 13.1.1.           Þeim verkalýðsfélögum og landssamböndum, sem eru aðilar að samningi þessum, er heimilt að velja sér trúnaðarmann á vinnustaðnum, (hér er átt við: byggingamann, rafiðnaðar­mann, málmiðnaðarmann, þrjá verkamenn valda úr mismun­andi starfsgreinum þ.á.m. einn stjórnanda vinnuvéla, bifreiða­stjóra, skrifstofumann og einn fyrir ræstingu og mötuneyti, samtals 9). Starfsmönnum ber að snúa sér til trúnaðarmanna með hvers-konar …

Uppsagnarfrestur og endurráðning

12.1.     Ráðningar 12.1.1.           Allar ráðningar starfsmanna til virkjunarframkvæmda, sem falla undir ákvæði samnings þessa, skulu fara fram með samráði viðkomandi samningsaðila. 12.1.1.1.         Við ráðningu skulu starfsmenn og fulltrúi fyrirtækis undirrita ráðningarsamning, sem samningsaðilar hafa komið sér saman um. Í ráðningarsamningnum séu tiltekin atriði, sem varða réttindi og skyldur starfsmanna samkvæmt lögum og kjara­samningum. Yfirtrúnaðarmaður skal fá afrit af öllum ráðn­ingarsamningum. …

Verkstjórn

11.1.     Fyrirmæli verkstjóra 11.1.1.           Verkstjórar skulu gefa starfsmönnum fyrirmæli sem eru þeim fullkomlega skýr og skiljanleg og ber starfsmönnum ekki skylda til að taka við fyrirmælum frá öðrum nema í undan­tekningartilfellum. 11.1.2.           Öll fyrirmæli skulu gefin í vinnutíma, nema annars gerist sérstök þörf. 11.2.     Túlkun 11.2.1.           Þeir vinnuveitendur sem ekki tala íslensku skulu sjá fyrir túlkun og skulu öll fyrirmæli …

Félagsgjöld

10.1      Greiðsla félagsgjalda 10.1.1.           Vinnuveitendur taka að sér að greiða félagsgjöld félaga og aukafélaga viðkomandi stéttarfélags eða hluta af þeim af ógreiddum en kræfum vinnulaunum.

Sjúkra- og orlofssjóðs­iðgjöld og lífeyrissjóðir

9.1.       Sjúkrasjóður Vinnuveitendur skulu greiða í sjúkrasjóð viðkomandi félaga eða sambanda sem svarar til 1% af útborguðu kaupi starfs­manna, til að standa straum af veikindum og sjúkrakostnaði. 9.2.       Orlofssjóður Vinnuveitendur greiði sérstakt gjald í orlofssjóði viðkomandi félaga er nemi 0,25% af útborguðu kaupi á sama hátt og gert er varðandi greiðslur til sjúkrasjóða. Vinnuveitendur greiði gjald þetta samhliða sjúkrasjóðsiðgjaldi. 9.3.       …

Verkfæri og vinnuföt

8.1.       Um verkfæri og vinnutæki 8.1.1.             Verkamönnum og öðrum þeim sem venja hefur verið, skulu lögð til verkfæri og vinnutæki þeim að kostnaðarlausu. Iðnaðarmenn sem leggja sé til handverkfæri eftir þeim reglum sem almennt gilda, skulu fá greitt verkfæragjald samkvæmt viðkomandi kauptaxta iðnaðarmanna. 8.1.2.             Leggi starfsmaður sér til rafknúin handverkfæri skal samið sérstaklega um greiðslur fyrir þau. 8.1.3.             Sett skal …

Greiðslur í veikinda- og slysatilfellum og tryggingar starfsmann

7.1.       Vinnuslysa- og veikindaréttur 7.1.1.             Um rétt til launa í veikinda og slysatilvikum vísast til almennra kjarasamninga viðkomandi landssambanda. 7.1.2.             Greiðslur í veikinda- og slysatilfellum skulu greiddar með sama hætti og á sama tíma og aðrar vinnulaunagreiðslur enda hafi tilkynning um veikindi eða læknisvottorð, eftir því hvort við á, borist í tæka tíð vegna launaútreiknings. 7.2.       Veikindi barna og leyfi …

Brunavarnir og öryggisbúnaður

6.1.       Um brunavarnir 6.1.1.             Fylgja skal reglum Brunamálastofnunar um brunavarnir. 6.1.2.             Í alla svefnskála skal setja upp viðvörunarkerfi, sem samþykkt er af viðkomandi eldvarnareftirliti. 6.1.3.             Kynna skal starfsfólki meðferð eldvarnartækja og halda skal að jafnaði á hálfs árs fresti, vor og haust, námskeið í hjálp í viðlögum og almennum brunavörnum fyrir verkstjóra og trúnaðarmenn. 6.2.       Um öryggisbúnað 6.2.1.             Öryggisbúnaður á …

Forgangsréttur til vinnu

5.1.                Félagsmenn stéttarfélaga þeirra landssambanda sem aðild eiga að samningi þessum hafa forgangsrétt til þeirrar vinnu er samningur þessi tekur til.

Orlof

4.1.       Lágmarksorlof 4.1.1.             Lágmarksorlof er 24 dagar eða 10,17% af launum. Að öðru leyti fer um orlof skv. samningum viðkomandi landssambanda og SA og eftir gildandi lögum um orlof. 4.1.2.             Þeir, sem samkvæmt ósk vinnuveitanda fá ekki 21 dags sumarleyfi á tímabilinu 2. maí til 15. september, skulu fá 25% lengingu á þeim hluta orlofstímans, sem veittur er utan ofan­greinds …