11.1.1. Verkstjórar skulu gefa starfsmönnum fyrirmæli sem eru þeim fullkomlega skýr og skiljanleg og ber starfsmönnum ekki skylda til að taka við fyrirmælum frá öðrum nema í undantekningartilfellum.
11.1.2. Öll fyrirmæli skulu gefin í vinnutíma, nema annars gerist sérstök þörf.
11.2.1. Þeir vinnuveitendur sem ekki tala íslensku skulu sjá fyrir túlkun og skulu öll fyrirmæli vera á íslensku og skulu starfsmenn ekki þurfa að tala annað mál en íslensku. Í engu skulu starfsmenn gjalda þess komi upp misskilningur, sem er bein afleiðing af mismunandi tungumálum eða vandamálum við að gera sig skiljanlega.