Erlendir starfsmenn

23.1.              Verktakar Landsvirkjunar, sem hafa erlenda starfsmenn í vinnu, skulu fella þessa starfsmenn inn í gildandi launakerfi samningsaðila, sbr. þó gr. 20.4. og 20.5. 23.2.              Upplýsingar Um rétt yfirtrúnaðarmanns til aðgangs að upplýsingum um laun og önnur starfskjör fer samkvæmt samkomulagi ASÍ og SA um útlendinga á íslenskum vinnumarkaði dags. 7. mars 2004. Áður en ágreiningsmálum er vísað til …

Meðferð ágreiningsmála

22.1.              Landsvirkjun og verktökum ber að hafa samband við yfir­trúnaðarmann eða ASÍ sé hann ekki til staðar, ef þeir fá vitneskju um aðstæður sem haft gætu í för með sér vandamál eða ágreining. Á sama hátt skal yfirtrúnaðarmaður hafa sam­band við Landsvirkjun eða verktaka í slíkum tilfellum. Finnist ekki lausn skal stofna til fundar með samningsaðilum. Á þeim fundi skulu …

Fyrirtækjasamningar

21.1.     Skilgreining Fyrirtækjasamningur (vinnustaðasamningur), í skilningi þessa kafla, er samningur milli fyrirtækis og starfsmanna, allra eða tiltekins hluta, um aðlögun kjarasamnings að þörfum vinnu­staðarins. Fyrirtækjasamningur, sem gerður er á grundvelli þessa kafla, er ekki kjarasamningur, enda eru samtök atvinnurekenda og stéttarfélög ekki samningsaðilar. Um aðkomu þessara aðila að samningsgerðinni vísast til gr. 21.4. 21.2.     Markmið Markmið fyrirtækjasamninga er að efla …

Um verktakastarfsemi

20.1.              Landsvirkjun skal tilkynna samningsaðilum, bréflega, um alla aðalverktaka sem taka að sér verk á samningssvæðinu strax að lokinni gerð verksamnings við hvern aðalverktaka og um hvaða verkþátt viðkomandi verksamningur er. 20.2.              Aðalverktakar skulu tilkynna samningsaðilum bréflega um alla undirverktaka og leigutækjaeigendur strax og þeir taka að sér verk á samningssvæðinu og hve lengi áætlað er að þeir verði við …

Jarðgangagerð

19.1.              Starfsmenn við jarðgangagerð taka laun skv. ákvæðum 1. kafla. 19.2.              Eftirtalin störf starfsmanna við jarðgangagerð greiðast með 30% álagi. Tilskilið er, að verktaki ákveði mannafla, að starfs­menn gangi jöfnum höndum til allra tilfallandi starfa og að neysluhlé verði sveigjanleg og miðist eftir því sem unnt er við eðlileg hlé í vinnslunni og tekin nærri vinnustað.                      Bormenn (borstjóri, bormaður …

Námskeið

18.1.     Námskeiðahald 18.1.1.           Aðilar eru sammála um, að við svo margbrotin störf sem um er að ræða við virkjunarframkvæmdir, sé æskilegt að kynna nýjungar og sérhæfðar vinnuaðferðir á sérstökum nám­skeiðum, sem haldin yrðu á virkjunarsvæðinu til að stuðla að aukinni framleiðni og nýtingu búnaðar. 18.2.     Réttur til námskeiða 18.2.1.           Starfsmenn verktaka með minnst 9 mánaða starfsreynslu við virkjunarframkvæmdir á vegum …

Fæði og aðbúnaður

17.1.     Frítt fæði 17.1.1.           Starfsmenn við virkjunarframkvæmdir skv. samningi þessum skulu hafa frítt fæði á virkjunarstað. Með fæði er átt við mat í matartímum og kaffi og brauð eða annað meðlæti í kaffihléum. 17.2.     Frítt húsnæði – aðbúnaður 17.2.1.           Allir starfsmenn á samningssvæðinu skulu hafa frítt húsnæði, sem er vel upphitað, með góðri loftræstingu og daglegri góðri ræstingu. Að jafnaði …

Vaktavinna

16.1.     Vaktavinna Heimilt er að vinna á vöktum þannig að vaktavinna nái til hluta eða allra starfsmanna. 16.2.     Vinnutilhögun 16.2.1.           Unnið er í 5, 6 eða 8 daga úthöldum, sbr. þó grein 16.2.2.  Í 5 daga úthöldum komi tveggja daga frí, í 6 daga úthöldum komi þriggja daga frí og í 8 daga úthöldum komi fjögurra daga frí. Unnið er …

Stjórnendur stórvirkra vinnuvéla

15.1.     Flokkun vinnuvéla 15.1.1.           Ákvæði þessa kafla gilda um stjórnendur eftirtalinna tækja utan jarðganga án 30% álags samkvæmt 19. kafla: Gröfur stærri en 30 tonn, hjólaskóflur stærri en 28 tonn, jarðýtur stærri en 25 tonn, efnisflutningavagna 30 tonn og stærri og borvagna utan ganga. 15.2.     Vinnutilhögun 15.2.1.           Til að auka öryggi í starfi og bæta nýtingu tækis skal beitt tveggja …

Afkastahvetjandi launakerfi

14.1.     Uppbygging afkastahvetjandi launakerfa Þegar framkvæmdir hefjast við einstaka stærri verkþætti skal verktaki semja við starfsmenn sína um afkastahvetjandi launa­kerfi. Forsenda þess er sú að það sé til hagsbóta fyrir báða aðila og leiði til aukinna afkasta. Komi fram verulegar breytingar miðað við forsendur afkasta­hvetjandi launakerfis skal það endurskoðast. Séu störfin ekki mælanleg og ekki hægt að setja tímamörk sem …