Afkastahvetjandi launakerfi

14.1.     Uppbygging afkastahvetjandi launakerfa

Þegar framkvæmdir hefjast við einstaka stærri verkþætti skal verktaki semja við starfsmenn sína um afkastahvetjandi launa­kerfi. Forsenda þess er sú að það sé til hagsbóta fyrir báða aðila og leiði til aukinna afkasta.

Komi fram verulegar breytingar miðað við forsendur afkasta­hvetjandi launakerfis skal það endurskoðast. Séu störfin ekki mælanleg og ekki hægt að setja tímamörk sem markmið, kemur ekki til greiðslu afkastalauna. Þegar um er að ræða störf sem eru í beinum tengslum við ákvæðisvinnustörf sem stjórna vinnuhraðanum eiga starfsmenn rétt á hlutfallslegri launa­uppbót sem tekur mið af afkastalaunum viðkomandi bónushópa og af vinnuálagi viðkomandi starfs.

Þau afkastahvetjandi launakerfi, sem notuð verða, skulu gilda fyrir viðkomandi störf hvort sem þau eru unnin af íslenskum eða erlendum starfsmönnum. Uppgjörstímabil ákvæðisvinnu skal að jafnaði vera einn mánuður.

Samningar um afkastahvetjandi launakerfi skulu kynntir í fastanefnd.