Um verktakastarfsemi

20.1.              Landsvirkjun skal tilkynna samningsaðilum, bréflega, um alla aðalverktaka sem taka að sér verk á samningssvæðinu strax að lokinni gerð verksamnings við hvern aðalverktaka og um hvaða verkþátt viðkomandi verksamningur er.

20.2.              Aðalverktakar skulu tilkynna samningsaðilum bréflega um alla undirverktaka og leigutækjaeigendur strax og þeir taka að sér verk á samningssvæðinu og hve lengi áætlað er að þeir verði við störf. Auk þess skulu verkalýðsfélögin hafa aðgang að tækjaskýrslum í skrifstofu staðarverkfræðings Landsvirkjunar.*

20.3.              Aðalverktakar á virkjunarsvæðinu skulu bera ábyrgð á öllum undirverktökum sínum gagnvart samningi þessum. Skulu slíkir undirverktakar bundnir af sömu samningum og aðalverktakar.

20.4.              Ekki er skylt að láta launaákvæði samningsins ná til starfsmanna sem vinna að tilfallandi, tímabundnum og afmörkuðum verkefnum við uppsetningu tækja og búnaðar og viðgerðir sem standa skulu skemur en 3 vikur. Þetta ákvæði á þó ekki við komi starfsmaður ítrekað á virkjunarstað til að sinna verkefnum.

20.5.              Heimilt er að viðhafa aðra samsetningu launa en kveðið er á um í samningi þessum, svo sem föst laun. Slík starfskjör skulu aldrei vera lakari en kjarasamningur þessi kveður á um.


* Nú oftast í höndum sjálfstæðra eftirlitsaðila.