18.1.1. Aðilar eru sammála um, að við svo margbrotin störf sem um er að ræða við virkjunarframkvæmdir, sé æskilegt að kynna nýjungar og sérhæfðar vinnuaðferðir á sérstökum námskeiðum, sem haldin yrðu á virkjunarsvæðinu til að stuðla að aukinni framleiðni og nýtingu búnaðar.
18.2.1. Starfsmenn verktaka með minnst 9 mánaða starfsreynslu við virkjunarframkvæmdir á vegum Landsvirkjunar eða verktaka þeirra skulu eiga kost á að sækja slík námskeið á vinnustaðnum í starfsgrein sinni, án frádráttar á dagvinnulaunum (allt að 40 klst.).
Við framkvæmd námskeiðanna verður að gæta þess, að sem minnstar truflanir verði á framgangi vinnunnar, og vinnuveitanda er heimilt að takmarka fjölda þátttakenda með tilliti til þess.
18.3.1. Um sérstök námskeið í einstökum starfsgreinum, svo sem námskeið Eftirmenntunarnefndar rafiðnaðar eða annarra, sem ekki er unnt að halda á vinnustað, gilda einnig ofangreindar reglur. Þó þarf að koma sérstakt samkomulag milli starfsmanna og vinnuveitenda í hverju einstöku tilviki, svo og um greiðslu þátttökugjalda.
18.3.2. Við ráðningu eða þegar nýir starfsmenn eða starfshópar koma inn á vinnusvæði er skylt að fara yfir helstu öryggisatriði á vinnusvæðinu og við framkvæmd vinnunnar. Þegar vinna er hafin á virkjunarsvæðinu skal halda námskeið í samvinnu við VER.
18.3.3. Námskeið þessi veita enga samningsbundna launahækkun, sjá þó grein 18.5. Að loknum ofangreindum námskeiðum skulu gefnar út áritaðar viðurkenningar af forsvarsmönnum námskeiða.
Landsvirkjun mun a.m.k. tvisvar á ári, í samvinnu við viðkomandi landssambönd og verktaka við viðkomandi verkþætti, gangast fyrir 20 tíma námskeiðum á byggingarstað í viðkomandi starfsgreinum. Þar skal kynna nýjungar og verktækni er sérstaklega eiga við á virkjunarstað. Slík námskeið skulu ætíð haldin við upphaf hvers verkþáttar í hverri starfsgrein. Samningsaðilar skulu sameiginlega ákveða námsefni þessara námskeiða.
Vinnuveitandi greiðir allan kostnað við námskeiðahald. Starfsmenn, sem sækja ofangreind námskeið, skulu halda fullum launum eins og um vinnu væri að ræða. Við framkvæmd námskeiðanna skal gæta þess að sem minnstar truflanir verði á framgangi vinnunnar.
Skylt er starfsmönnum að sækja ofangreind námskeið, eftir því sem við á.
18.5.1. Nefnd skipuð fulltrúum Samtaka atvinnulífsins, Landsvirkjunar og Verkamannasambands Íslands skal vinna að gerð reglna um skilgreiningu, starfsþjálfun og starfshæfni sérþjálfaðra virkjunarverkamanna. Þar til nefndin hefur lokið störfum eru aðilar sammála um að eftirtaldir virkjunarverkamenn eigi rétt á launum skv. taxta H-4 við sérhæfð störf á virkjunarstað.
18.5.2. Verkamenn, sem hafa 30 mánaða alhliða starfsreynslu við almennar byggingaframkvæmdir eða sem hafa 20 mánaða starfsreynslu við virkjana- eða hliðstæðar stórframkvæmdir. En skylt er þeim að sækja námskeið á virkjunarstað, þegar þau verða haldin.
18.5.3. Verkamenn, sem hafa 12 mánaða alhliða starfsreynslu við almennar byggingaframkvæmdir og lokið hafa námskeiði á virkjunarstað eða sem hafa 9 mánaða starfsreynslu við virkjana- eða hliðstæðar stórframkvæmdir og lokið hafa námskeiði á virkjunarstað.
Verkamenn sem telja sig eiga rétt til launa skv. taxta H-4, skulu leggja fram starfsvottorð með atvinnuumsókn.
18.6.1. Landsvirkjun mun í samvinnu við viðkomandi landssambönd, verkalýðsfélög og verktaka gangast fyrir námskeiðum á virkj unarstað. Námsskrá þessara námskeiða verði sniðin eftir fyrirhugaðri námskrá á námskeiðum, sem koma skal á meðal byggingaverkamanna skv. samningi milli Verkamannasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Á námskeiðum þessum skal tekið fyrir öryggismál, tæknihlið verka, svo sem í járnabindingum og steypuvinnu og önnur þau atriði, er mönnum yrði til góða í að skila betri verkum og afköstum.
18.6.2. Aðilar skulu sameiginlega stuðla að því að þessi námskeið verði viðurkennd til jafns við hin fyrirhuguðu námskeið fyrir virkjunarverkamenn.
Um iðgjöld í eftirmenntunarsjóði vísast í gildandi samninga viðkomandi landssambanda ASÍ og SA.