Sterkari saman – 43. þing ASÍ hafið

Gylfi Arnbjörnsson fráfarandi forseti ASÍ setti í morgun 43. þing sambandsins en um 300 manns, þar af 22 frá aðildarfélögum Samiðnar, sitja þingið sem stendur fram á föstudag.  Fyrirliggjandi er umfangsmikil málaefnavinna auk þess sem talsverð endurnýjun verður á forystunni.  Nýr forseti og tveir varaforsetar verða kjörnir og búast má við nokkrum breytingum á fulltrúum í miðstjórn en miðstjórnin fer …

Mætum svikum af hörku

Umfangsmikil og skipulögð svik fyrirtækja á erlendu starfsfólki um réttindi, sem bundin eru í lögum og kjarasamningum, er þjóðarskömm sem hefur viðgengist alltof lengi. Miðstjórn Samiðnar fagnar þeirri umræðu sem átt hefur sér stað í kjölfar áhrifamikillar umfjöllunar fréttaþáttarins Kveiks um stöðu erlends vinnuafls á Íslandi. Í þættinum var það staðfest sem alþjóð hefur vitað að það er mikill misbrestur …

Fundir miðstjórnar um endurnýjun kjarasamninga

Miðstjórn Samiðnar hefur í dag fundarferð til undirbúnings endurnýjunar kjarasamninganna. Ferðin hefst á Egilsstöðum þar sem fundað verður með stjórnum og félögum í iðnaðarmannadeild Afls-starfsgreinafélags og Sverri Albertssyni framkvæmdastjóra Afls sem boðið hefur sig fram til forseta ASÍ.  Af Austurlandi verður haldið norður um land þar sem félagar á Vopnafirði, Þórshöfn, Húsavík, Akureyri, Sauðárkróki og Blönduósi verða heimsóttir.  Á suðurleið …

Stjórnvöld hafa rofið sáttina

Nú eru að hefjast umræða um endurnýjun kjarasamninga en samningar losna á almennum vinnumarkaði 31. desember. Ekki er deilt um að gildandi kjarasamningar hafa skilað miklum árangri sem birtist í vaxandi kaupmætti flestra. Það sem vekur mesta athygli er hvað kaupmáttur almennings hefur vaxið misjafnt. Þrátt fyrir að lögð hafi verið áhersla á að hækka lægstu launin hefur kaupmáttur þess …

Málþing iðnfélaganna 7. september – Eru róbótar að taka yfir störfin eða skapa þeir tækifæri?

Í tengslum við Lýsu – rokkhátíð samtalsins standa iðnfélögin fyrir opinni málstofu um áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á störf iðnaðarmannsins.  Frummælendur munu velta upp spurningum eins og hvort róbótar séu að taka yfir störfin eða hvort þeir munu breyta þeim og gera áhugaverðari?  Að loknum framsögum verða pallborðsumræður með fulltrúum atvinnulífsins, verkmenntaskólum og endurmenntunarstofnunum þar sem staða mála er metin og rýnt …

Golfmót iðnfélagana 1. september á Akureyri

Laugardaginn 1. september verður golfmót iðnfélaganna haldið á Jaðarsvelli á Akureyri.  Þetta er í annað sinn sem félögin halda sameiginlegt golfmót, en hið fyrra var haldið á Leirunni í byrjun júní og tókst mjög vel.  Vegleg verðlaun verða í boði en skráning er hjá Steindóri Ragnarssyni hjá GA steindor@gagolf.is  Mótsgjald er 5.000 kr. og innifalið í því er teiggjöf, spil á vellinum, súpa …

Það er hófsemi að semja um 56% launahækkun – en það á bara við um suma

Fyrir nokkrum misserum voru gerðar þær breytingar á Kjararáði að þeim sem féllu undir úrskurð ráðsins var fækkað. Við það tækifæri beindi fjármála- og efnahagsráðuneytið því til stjórna ríkisfyrirtækja að gæta hófs við ákvörðun um laun forstjóra fyrirtækjanna. Að gæta hófs er huglægur mælikvarði og spurningin hvert er viðmiðið þegar lagt er mat á hvort ákvörðunin er hófsöm. Bankastjórn Landsbankans …

Mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð hækkar

Síðasti áfangi hækkunar á mótframlagi atvinnurekenda í lífeyrissjóði launafólks á almennum vinnumarkaði kom til framkvæmda þann 1. júlí 2018 en þá hækkaði framlagið um 1,5% og er nú orðið 11,5%. Skylduiðgjald til lífeyrissjóðs nemur því nú samtals 15,5% sem skiptist í 4% iðgjald launamanns og 11,5% mótframlag atvinnurekenda.Atvinnurekenda greiðir hækkað mótframlag til þess lífeyrissjóðs sem skylduiðgjaldið er greitt til en …

Golfmót iðnaðarmanna – úrslit

Golfmót iðnaðarmanna fór fram á Hólmsvelli í Leiru golfvelli Golfklúbbs Suðurnesja 2. júní s.l. Veðurguðirnir léku við keppendur með ágætu “Leirulogni” og 8 stiga hita. 66 þátttakendur mættu til leiks. Keppt var skv. punktakerfi með forgjöf um Birtu bikarinn en Lífeyrissjóðurinn Birta gaf farandbikar til mótsins. Einnig var keppt í höggleik án forgjafar. Keppendum var raðað á teiga og hófst …

„Gríðarlega ánægður með stofnun Birtu lífeyrissjóðs“

Þorbjörn Guðmundsson framkvæmdastjóri Samiðnar hætti nýverið í stjórn Birtu lífeyrissjóðs og á ársfundi Landssamtaka lífeyrissjóða í dag lét hann af störfum stjórnarformanns og gaf ekki kost á sér til endurkjörs í stjórn.  Af því tilefni birtist viðtal við Þorbjörn á vef Landssamtaka lífeyrissjóða þar sem hann fer yfir sviðið og spáir í spilin um framtíðarskipan lífeyrismála í landinu. Sjá viðtalið í …