Golfmót iðnfélagana 1. september á Akureyri

Laugardaginn 1. september verður golfmót iðnfélaganna haldið á Jaðarsvelli á Akureyri.  Þetta er í annað sinn sem félögin halda sameiginlegt golfmót, en hið fyrra var haldið á Leirunni í byrjun júní og tókst mjög vel. 

Vegleg verðlaun verða í boði en skráning er hjá Steindóri Ragnarssyni hjá GA steindor@gagolf.is  Mótsgjald er 5.000 kr. og innifalið í því er teiggjöf, spil á vellinum, súpa í hádeginu kl. 12.00 og matur að loknu spili.

Mæting er kl. 12 og ræst út kl. 13.