Gylfi Arnbjörnsson fráfarandi forseti ASÍ setti í morgun 43. þing sambandsins en um 300 manns, þar af 22 frá aðildarfélögum Samiðnar, sitja þingið sem stendur fram á föstudag. Fyrirliggjandi er umfangsmikil málaefnavinna auk þess sem talsverð endurnýjun verður á forystunni. Nýr forseti og tveir varaforsetar verða kjörnir og búast má við nokkrum breytingum á fulltrúum í miðstjórn en miðstjórnin fer með æðsta vald í Alþýðusambandinu á milli þinga.