Viðræður við launanefndina árangurslausar

Viðræður Samiðnar við launanefnd sveitarfélaga hafa engan árangur borið en þær hafa staðið yfir frá því að samningar voru lausir í nóvember s.l.  Aðaláherslur Samiðnar hafa verði á samræmingu á launakjörum á milli sveitarfélaga.  Á samningafundi í dag var ekkert ákveðið um framhaldið og liggur fyrir að samninganefnd Samiðnar þarf að meta það hvort vísa þurfi deilunni til Ríkissáttasemjara.

Spá hækkun verðbólgu – en neytendur aldrei bjartsýnni!

Í Morgunkorni Íslandsbanka er greint frá spá bankans um hækkun verðbólgu og er það 23. mánuðurinn í röð sem verðbólgan er yfir markmiðum Seðlabankans.  Í sömu frétt er einnig sagt frá hækkun á væntingavísitölu Gallup, en íslenskir neytendur telja ástand efnahags- og atvinnulífsins gott og horfurnar enn betri! Sjá Morgunkorn Íslandsbanka

Ríkiskaup breyta útboðsskilmálum vegna Grímseyjarferju

Ríkiskaup hafa breytt útboðsskilmálum vegna breytinga á Grímseyjarferju til samræmis við óskir Félags járniðnaðarmanna sem sendi alþingismönnum bréf vegna málsins 19. janúar s.l. en félagið taldi margt í útboðsskilmálunum hamla því að íslensk fyrirtæki gætu sinnt verkinu. Sjá nánar

Spá fækkun tímabundinna atvinnuleyfa á árinu

Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir fækkun tímabundinna atvinnuleyfa til útlendinga á þessu ári miðað við síðasta ár.  Áætlunin gerir ráð fyrir útgáfu á 2400-2900 leyfum á árinu og þar af verði um 785 vegna stóriðju og virkjana og verði þau flest háð útgáfu atvinnuleyfa.  Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Vinnumálastofnunar um þörf fyrir erlent vinnuafl og útgáfu atvinnuleyfa vegna stóriðju- og virkjanaframkvæmda á …

Ráðstefna um sveigjanleg starfslok

Öldrunarráð Íslands í samvinnu við Landssamband eldri borgara, BHM, BSRB, ASí, Samtök atvinnulífsins og Samband íslenskra sveitarfélaga standa að ráðstefnu um sveigjanleg starfslok þann 9. febrúar næstkomandi. Ráðstefnan verður haldin í Salnum í Kópavogi og hefst klukkan 13:15. Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni verða Tryggvi Þór Herbertsson frá Hagfræðistofnun H.Í., Örn Clausen, lögfræðingur, Berglind Magnúsdóttir, öldrunarsálfræðingur, Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri LL og Gylfi …

Félag járniðnaðarmanna og Vélstjórafélag Íslands að sameinast?

Félagsfundur í Félagi járniðnaðarmanna hefur samþykkt allsherjaratkvæðagreiðslu um það hvort félagið sameinist Vélstjórafélagi Íslands.  Í niðurstöðuskýrslu viðræðunefndar félaganna kemur fram að verði af sameiningu muni hið nýja félag sækja um aðild að ASÍ sem landsfélag en standa utan Samiðnar . Sjá nánar á vef  Félags járniðnaðarmanna

Spá verulegri hækkun launavísitölu

Greiningardeildir bankanna eru nú í óðaönn að rýna í hagtölur og spá fyrir um launa- og kaupmáttarþróun þessa árs.  Í Morgunkorni Íslandsbanka má sjá spá um 6,5% hækkun launavísitölu á árinu og er þar lagt mat á afleiðingar eingreiðslunnar og launahækkana hópa innan sveitarfélaganna. Sjá Morgunkorn Íslandsbanka

100.000 deyja árlega af völdum asbests

Enn deyr fjöldi fólks af völdum asbests í heimunum, en Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) metur það svo að um 100.000 manns muni látast á þessu ári af völdum, vinnu við eða meðhöndlun á asbesti.  Alþjóðavinnumálastofnunin hefur lagt til að bann verði lagt við notkun á asbesti í heiminum, en efnið er talið einn hættulegasti orsakavaldur atvinnusjúkdóma sem leitt geta til dauða.  Hér …

Þróun skattbyrðarinnar og tekjur

„Sumt hefur gengið vel á Íslandi á síðasta áratug, en skattar á almenning hafa hins vegar ekki lækkað. Þvert á móti hefur skattbyrði um 90% heimila í landinu aukist verulega og dregið úr kaupmáttaraukningu fólks. Um 10% heimila hafa þó fengið raunverulega skattalækkun, þ.e. þeir einir sem eru með allra hæstu tekjurnar. Einnig hefur dregið verulega úr stuðningi stjórnvalda við …