Þróun skattbyrðarinnar og tekjur

„Sumt hefur gengið vel á Íslandi á síðasta áratug, en skattar á almenning hafa hins vegar ekki lækkað. Þvert á móti hefur skattbyrði um 90% heimila í landinu aukist verulega og dregið úr kaupmáttaraukningu fólks. Um 10% heimila hafa þó fengið raunverulega skattalækkun, þ.e. þeir einir sem eru með allra hæstu tekjurnar. Einnig hefur dregið verulega úr stuðningi stjórnvalda við fjölskyldur með barna- og vaxtabótum. Skattbyrði lágtekjufólks jókst langmest. Eldri borgarar, öryrkjar og lágtekjufólk á vinnumarkaði hefur orðið fyrir verulegum kjaraskerðingum á síðustu tíu árum vegna þessarar skattastefnu.“  Þetta er meðal þess sem kemur fram í athyglisverðri grein Stefáns Ólafssonar, prófessors í félgsfræði við Háskóla Íslands, og birtist í Morgunblaðinu nýverið.  Samiðn hefur fengið leyfi frá Stefáni til að birta greinina á vefnum.

Sækja grein