Spá fækkun tímabundinna atvinnuleyfa á árinu

Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir fækkun tímabundinna atvinnuleyfa til útlendinga á þessu ári miðað við síðasta ár.  Áætlunin gerir ráð fyrir útgáfu á 2400-2900 leyfum á árinu og þar af verði um 785 vegna stóriðju og virkjana og verði þau flest háð útgáfu atvinnuleyfa.  Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Vinnumálastofnunar um þörf fyrir erlent vinnuafl og útgáfu atvinnuleyfa vegna stóriðju- og virkjanaframkvæmda á þessu ári og því næsta.  Að mati stofnunarinnar mun draga verulega úr mannaflaþörf vegna virkjanaframkvæmda í haust enda nái framkvæmdir við uppbyggingu stóriðju og virkjana hámarki á þessu ári.

Sjá skýrslu Vinnumálastofnunar