Enn deyr fjöldi fólks af völdum asbests í heimunum, en Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) metur það svo að um 100.000 manns muni látast á þessu ári af völdum, vinnu við eða meðhöndlun á asbesti. Alþjóðavinnumálastofnunin hefur lagt til að bann verði lagt við notkun á asbesti í heiminum, en efnið er talið einn hættulegasti orsakavaldur atvinnusjúkdóma sem leitt geta til dauða. Hér á landi hefur asbesti nánast alveg verið útrúmt en innflutningur, notkun og meðhöndlun á asbesti er háð ströngum leyfum og skilyrðum frá Vinnueftirlitinu.