Breyting á orlofs- og desemberuppbót í ákvæðisvinnu

Frá og með 1. júlí s.l. varð sú breyting í ákvæðisvinnu byggingamanna að desember- og orlofsuppbót er ekki innreiknuð í reiknitöluna, heldur greiðist sérstaklega, á sama hátt og í tímavinnu. Annað hvort jafnóðum með launum eða sem eingreiðsla í desember og maí. Samkvæmt samningum er desemberuppbótin fyrir árið 2006 kr. 40.700 eða kr. 19,40 fyrir hverja unna dagvinnustund. Orlofsuppbótin í ár er kr. …

Tímamótadómur í Félagsdómi

Með dómi sínum þann 7.júlí s.l. í máli Trésmiðafélags Reykjavíkur gegn Sóleyjarbyggð ehf., dæmir Félagsdómur að hið íslenska fyrirtæki beri ábyrgð á því að tryggja erlendum starfsmönnum sem koma hingað til lands til að vinna í þess þágu, séu greidd laun í samræmi við lágmarkskjör í viðkomandi starfsgrein. Félagsdómur tekur efnislega afstöðu til þess sem kallað hefur verið notendaábyrgð. Í …

Samkomulag ASÍ og SA – kynning

++ (Sækja Veffréttabréf – kynning)  ++ Endurskoðun kjarasamninga á vettvangi ASÍ lauk með undirritun viðauka við núgildandi kjarasamninga þann 22.júní s.l. sem tekur gildi 1.júlí n.k.  Samhliða því lagði ríkisstjórnin fram yfirlýsingu  um hækkun persónuafsláttar, endurskoðun á vaxtabótakerfinu, breytingar á barnabótum, lækkun tekjuskattsprósentu og aukið fjármagn í starfsmenntun en þær aðgerðir hafa flestar ekki áhrif fyrr en um næstu áramót. Þau …

Verkfæragjald blikksmiða

Í samræmi við kjarasamning Samiðnar hækkaði verkfæragjald blikksmiða í kr. 76,09 þann 1. júlí s.l. Sjá nánar

Samkomulag ASÍ og SA

(Veffréttabréf – kynning)  Endurskoðun kjarasamninga á vettvangi ASÍ lauk með undirritun viðauka við núgildandi kjarasamninga þann 22.júní s.l. sem tekur gildi 1.júlí n.k.  Samhliða því lagði ríkisstjórnin fram yfirlýsingu  um hækkun persónuafsláttar, endurskoðun á vaxtabótakerfinu, breytingar á barnabótum, lækkun tekjuskattsprósentu og aukið fjármagn í starfsmenntun en þær aðgerðir hafa flestar ekki áhrif fyrr en um næstu áramót. Þau atriði sem hafa …

Golfmót Samiðnar – úrslit

Hið árlega golfmót Samiðnar var haldið á Leirunni við Keflavík Annan í hvítasunnu.  Mótið var jafnframt innanfélagsmót aðildarfélaga Samiðnar og mættu um 40 félagar og fjölskyldur þeirra leiks þó svo að veðrið hafi ekki leikið við golfarana að þessu sinni. ÚRSLIT: Samiðn Án forgjafar 1. Óskar Pálsson FIT 76 2. Hjörtur Leví Pétursson FIT 80 3. Ragnheiður Sigurðardóttur Gestur 83 Með …

Sumarlokun

Skrifstofa Samiðnar verður lokuð í sumar frá 24. júlí til 7.ágúst.  Ef erindið er brýnt og þolir enga bið má hringja í síma 861 1449.

Orlofsuppbótin 22.400 kr.

Starfsmaður sem hefur áunnið sér fullan orlofsrétt, með starfi hjá sama atvinnurekanda næstliðið orlofsár og er í starfi í síðustu viku apríl eða í fyrstu viku maí, skal við upphaf orlofstöku eða eigi síðar en 15.ágúst fá greidda orlofsuppbót kr. 22.400 miðað við fullt starf en hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma.  Orlofsuppbót nema er kr. 16.800.  Fullt starf telst vera …