Samkomulag ASÍ og SA – kynning

++ (Sækja Veffréttabréf – kynning)  ++

Endurskoðun kjarasamninga á vettvangi ASÍ lauk með undirritun viðauka við núgildandi kjarasamninga þann 22.júní s.l. sem tekur gildi 1.júlí n.k.  Samhliða því lagði ríkisstjórnin fram yfirlýsingu  um hækkun persónuafsláttar, endurskoðun á vaxtabótakerfinu, breytingar á barnabótum, lækkun tekjuskattsprósentu og aukið fjármagn í starfsmenntun en þær aðgerðir hafa flestar ekki áhrif fyrr en um næstu áramót.

Þau atriði sem hafa bein áhrif á launakjör eru 5,5% kauphækkunartrygging  og 15.000 kr. hækkun á umsamda launataxta.

Hvernig virkar kauphækkunartryggingin (5,5%)?

1. Hún tekur til allra sem hafa starfað samfellt  hjá sama atvinnurekanda  frá 1. júní 2005.

2. Kauphækkunartryggingin tryggir öllum sem hafa verið samfellt í starfi hjá sama atvinnurekanda frá 1. júní 2005 5,5% kauphækkun á tímabilinu.

3. Útfærsla á kauphækkunartryggingu er með eftirfarandi hætti. Launamaður  sem fékk umsamda launahækkun 1. jan. 2006 2,5%  en hefur ekki fengið aðrar hækkanir  á tímabilinu fær 3% hækkun 1. júlí 2006 (5,5% – 2,5%).  Til að finna út hvað hækkunin er mikil eru allar hækkanir á tímabilinu frá 1. júní 2005 dregnar  frá 5,5%  og ef viðkomandi hefur ekki náð 5,5% kemur  mismunurinn sem launahækkun 1. júlí 2006 .  Dæmi: Hafi viðkomandi fengið 4% hækkun á tímabilinu er hækkunin 1. júlí 1,5%.

15.000 kr. kauptaxtahækkun.

1. Allir lágmarkkauptaxtar Samiðnar og SA  hækka um 15.000 kr. frá 1. júlí 2006 og gildir það einnig um iðnnemataxta.

2. Laun þeirra sem eru á kauptöxtunum hækka því um 15.000 kr. frá 1. júlí 2006.

3. Í þeim tilfellum þar sem laun eru samsett af umsömdum kaupataxta og viðbótargreiðslum  öðrum en afkastatengdum er hækkunin reiknuð á eftirfarandi hátt: Kauptaxti eftir 5 ár  er fyrir breytingu 179.902 kr. og viðbótargreiðslur  10.000 kr. í formi mætingarbónus. Heildardagvinnulaun eru  samtals 189.902 kr. Nýr kauptaxti  eftir fimm ára starf sem gildir frá 1. júlí 2006 er kr. 194.902 kr. Mismunurinn er kr. 5000 kr. sem er hækkunin 1. júlí 2006. Gefi hins vegar kauphækkunarleiðin betri niðurstöðu heldur en hækkun kauptaxta getur launamaðurinn valið þá leið.

Sjá Samkomulag ASÍ og SA
Sjá Samkomulag forsendunefndar
Sjá Yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar


Sjá launatöflur SA með breytingum / nemar
Sjá reiknitölur ákvæðisvinnu

Sjá launatöflur Bílgreinasambandsins / nemar