Breyting á orlofs- og desemberuppbót í ákvæðisvinnu

Frá og með 1. júlí s.l. varð sú breyting í ákvæðisvinnu byggingamanna að desember- og orlofsuppbót er ekki innreiknuð í reiknitöluna, heldur greiðist sérstaklega, á sama hátt og í tímavinnu. Annað hvort jafnóðum með launum eða sem eingreiðsla í desember og maí. Samkvæmt samningum er desemberuppbótin fyrir árið 2006 kr. 40.700 eða kr. 19,40 fyrir hverja unna dagvinnustund. Orlofsuppbótin í ár er kr. 22.400 eða kr. 10,69 á hverja unna dagvinnustund. Algengt hefur verið að þeir sem vinna í mælingu fá greidda orlofs- og desemberuppbót á tímavinnu sem unnin er samhliða mælingu. Nú þarf að gæta að því að sú greiðsla er á alla dagvinnutíma, bæði mælingar- og tímavinnutíma. Ef þessar greiðslur koma sem eingreiðslur og breyting er gerð eftir að komið er inn á bæði orlofs- og desemberuppbótartímabilin, (orlofsuppbótartímabilið er 1. maí til 30. apríl, desemberuppbótatímabilið er 1. janúar til 31. des.) þá er eingreiðslan hlutfallsleg frá 1. júli. Desembergreiðslan frá 1. júli til 31. des. er þá kr 20.350. Á sama hátt er orlofsuppbótin frá 1. júlí til 30. apríl 2007 kr. 19.167.