Samstarf um rekstur á BB-verkefninu

Nýverið var gengið frá samkomulagi milli Samtaka iðnaðarins, Samiðnar og Vinnueftirlits ríkisins um rekstur BB-verkefnisins sem á sér um tveggja ára forsögu þar sem sömu aðilar ráku það um skeið. Verkefnið hófst sem kunnugt er með könnun sem SI og Samiðn létu gera meðal byggingar- og málmfyrirtækja á öryggis-, heilsu- og umhverfismálum fyrirtækjanna og starfsmanna þeirra. SI og Samiðn vildu vinna …

Nám á frumgreinasviði Háskólans í Reykjavík

Blaðamaður Samiðnar hitti að máli nokkra nemendur á frumgreinasviði Háskólans í Reykjavík og náði af þeim spjalli. Þau eru öll á 4. önn og útskrifast því um áramót með frumgreinapróf. Nám á frumgreinasviði er sérhæft undirbúningsnám fyrir framhaldsnám í tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.     Stefán Elfar Garðarsson er 25 ára menntaður húsasmiður og hefur unnið við þá …

Reykir á reiki

Heimir Bj. Janusarson skrifar   Garðyrkjuskóli ríkisins hefur verið starfræktur á Reykjum í Ölfusi frá árinu 1939 en virðist nú vera á leið úr byggðarlaginu samkvæmt skipulagshugmyndum landbúnaðarráðuneytisins.   Garðyrkjuskólinn var felldur inn í Landbúnaðarháskóla Íslands, LBHÍ, fyrir tæpum tveimur árum. Samkvæmt skipuriti (námskrá) LBHÍ er garðyrkjumenntunin algjört olnbogabarn þar á bæ. Einnig hefur endurmenntun sem var með miklum blóma …

Húsasmíðin vinsæl en enginn að læra bifvélavirkjun

Norður í Eyjafirði er starfræktur Verkmenntaskólinn á Akureyri og töluverður hópur iðnaðarmanna útskrifast þaðan á hverju ári. Nám í þeim fögum sem heyra undir starfssvið Samiðnar er einkum í tveimur deildum: byggingardeild og málmiðnum. Þá eru starfræktar deildir fyrir rafiðnir, vélstjórn, matvælanám og listnám, auk bóklegra greina til stúdentsprófs. Hjalti Jón Sveinsson skólameistari VMA segir að aðsóknin sé langmest í …

Fjórar fræðslumiðstöðvar sameinast undir merkinu IÐAN – fræðslusetur

Iðan – fræðslusetur ehf. varð til við samruna fjögurra fræðslumiðstöðva í iðnaði og ferðaþjónustu í vor. Eigendur Iðunnar eru Samtök iðnaðarins, Samiðn, Matvís, Félag bókagerðarmanna og Samtök ferðaþjónustunnar. Þessir aðilar hafa um árabil verið bakhjarlar fjögurra fræðslumiðstöðva í iðnaði: Menntafélags byggingariðnaðarins, Fræðslumiðstöðvar málmiðnaðarins, Prenttæknistofnunar og Fræðsluráðs hótel- og matvælagreina.   Þessi samruni er í takt við þróunina í atvinnulífinu. Hagsmunagæsla …

Iðnsveinafélag Suðurnesja og FIT í sameiningarviðræðum

FIT brýnir atvinnurekendur til að sýna ábyrgð í málefnum útlendinga   Félag iðn- og tæknigreina og Iðnsveinafélag Suðurnesja eiga nú í viðræðum um samvinnu eða sameiningu félaganna. Fyrsti formlegi fundur viðræðunefnda félaganna var haldinn 29. ágúst í Keflavík og hafa þær fundað nokkrum sinnum. Stjórnir félaganna hafa einnig fundað. Félögin eru lík að flestu leyti, blönduð iðnaðarmannafélög þar sem allar …

Ókyrr kjör

Stefán Úlfarsson hagfræðingur hjá ASÍ skrifar   Mikið umrót hefur verið á vinnumarkaði síðustu ár. Kjörorð dagsins er samkeppnishæfni sem aftur kallar á stöðugar breytingar á skipulagi og innihaldi vinnunnar. Samhliða þessu hefur staða launafólks gagnvart atvinnurekendum sums staðar farið versnandi. Þá hafa störf í vissum atvinnugreinum horfið og ný ekki endilega orðið til þar sem þau gömlu voru. Kjör …

Hverjir koma og hvers vegna?

Ef marka má umræður síðustu daga og vikna mætti ætla að á flugvöllum Evrópu biðu nú þúsundir manna frá Rúmeníu og Búlgaríu eftir flugfari til Íslands. Hingað komnir myndu þeir annaðhvort leggjast upp á félagsmálayfirvöld eða gleypa við tilboðum um að skúra á nóttunni fyrir 200 kall á tímann, svart að sjálfsögðu. Að þeim frátöldum sem færu um í hópum …

Straumur erlendra starfsmanna ræðst af þörfum atvinnulífsins, ekki regluverkinu

Þótt margir hafi ýmislegt að athuga við málflutning Magnúsar Þórs Hafsteinssonar og Jóns Magnússonar úr Frjálslynda flokknum mega þeir eiga eitt: Þeim tókst að vekja upp þarfa og löngu tímabæra umræðu um stöðu innflytjenda og útlendra starfsmanna í íslensku samfélagi. Aðferðin sem þeir beita orkar hins vegar tvímælis því þeir snúa hlutunum á hvolf, gera eðlilega aðlögun að regluverki Evrópska …

Umræða um erlent vinnuafl á Íslandi

Undanfarna daga hefur mikið verið talað um stöðu erlends fólks á Íslandi. Umræða þessi hefur að mestu leyti snúist um hvort umræðan sé af rasískum toga eða ekki. Þó eru góðar undantekningar á, því einnig hefur verið rætt um vandamálin sem snúa að íslensku samfélagi vegna þess gífurlega fjölda fólks sem komið hefur til landsins á skömmum tíma, ekki síst …