Ný lög um erlenda starfsmenn og um starfsmannaleigur

Aukin ábyrgð lögð á herðar notendafyrirtækjum Alþingi samþykkti rétt fyrir þinglok ný lög um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands og um starfskjör þeirra. Jafnframt voru gerðar breytingar á lögum um starfsmannaleigur.– Við fögnum setningu þessara laga og teljum þau tímamót, segir Þorbjörn Guðmundsson starfsmaður Samiðnar, sem undanfarin ár hefur beitt sér mjög í málefnum …

Iðan – fræðslusetur

Sveinsprófslausir smiðir fá tækifæri til að klára námið – Það má rekja upphaf þessa máls til þess þegar Trésmiðafélag Reykjavíkur réðst ásamt fleiri stéttarfélögum í að kanna ástandið á vinnumarkaði. Ætlunin var fyrst og fremst að kanna réttindi hinna fjölmörgu erlendu starfsmanna sem voru við störf í byggingariðnaði hér á höfuðborgarsvæðinu. Það kom hins vegar í ljós í þessari könnun …

Komumst ekki hjá því að taka upp evru!

segir Þórólfur Matthíasson prófessor um líkurnar á að við tökum upp evru í stað krónunnar og áhrif þess á venjulegt fólk Undanfarið hefur verið talsverð umræða um stöðu krónunnar og möguleikana á upptöku evru í íslensku hagkerfi. Mönnum hefur sýnst sitt hverjum og stundum hefur virst sem afstaða þeirra sem tjá sig ráðist einkum af stöðu þeirra. Víst er að …

Þvegið, klippt og litað í óða önn á Onix

Það var ys og þys á hársnyrtistofunni Onix á horni Laugavegar og Snorrabrautar fyrir skemmstu þegar blaðamaður Samiðnarblaðsins leit inn til að kanna hvernig stemningin væri hjá hársnyrtifólki um þessar mundir. Nóg var að gera, börn, ungt fólk og mömmur voru þarna í þeim tilgangi að láta snyrta hár sitt fyrir páskana. – Við erum hér átta, sex útlærð og …

Margs að gæta í byggingum og fasteignaviðskiptum

Undanfarna mánuði og misseri hefur verið allnokkur umræða um óvönduð vinnubrögð í byggingariðnaði á Íslandi. Ýmsir eru þeirrar skoðunar að sú þensla sem verið hefur í þjóðfélaginu hafi aukið enn á þennan vanda og gert hann djúpstæðari. Byggingarverktakar hafa margir hverjir fjölda verkefna og takmarkaðan tíma til að ljúka þeim, eða vilja ljúka þeim sem fyrst til að geta hafist …

Allt virðist leyfilegt

Rætt við kaupanda íbúðar sem hefur staðið í fimm ára baráttu til að fá það sem greitt hefur verið fyrir, baráttu sem enn sér ekki fyrir endann á Á bakvið hvert mál sem kemur til umfjöllunar hjá Neytendasamtökunum, Húseigendafélaginu og dómstólum er oft löng og erfið raunasaga. Það er mikið á einstaklinga og fjölskyldur lagt sem þurfa að leita réttar …

Þjóðhagslega hagkvæmt að sáttameðferð sé valkostur við dómstóla

Embætti talsmanns neytenda er tiltölulega nýtt, sett á stofn 1. júlí 2005. Hlutverk talsmannsins er ekki að fjalla um málefni einstaklinga, heldur benda á það sem hægt er að gera betur. Gísli Tryggvason, sem gegnt hefur embættinu frá upphafi, kveðst samt sem áður hafa fengið ábendingar um allmörg mál vegna vanefnda í húsnæðiskaupum. Þess vegna hafi hann ákveðið að gera …

Ný eign á að vera gallalaus!

Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins, segir að fasteignasalar séu stundum í herkví vegna tengsla við verktaka og þá halli allajafna á kaupandann Húseigendafélagið var stofnað árið 1923. Það er skilgreint sem almennt hagsmunafélag allra fasteignaeigenda á Íslandi, hvort sem um er að ræða íbúð, einbýlishús, atvinnuhúsnæði, land eða jörð.Félagsmenn eru um átta þúsund, einstaklingar, fyrirtæki og félög, þar með talin …

Staða kaupenda oft erfið

segir Íris Ösp Ingjaldsdóttir, lögfræðingur og yfirmaður Leiðbeininga- og kvörtunarþjónustu Neytendasamtakanna Íris Ösp Ingjaldsdóttir hjá Neytendasamtökunum segir alltaf eitthvað um kvartanir vegna galla á nýju húsnæði. Oftast sé um að ræða galla sem tengjast því að ekki sé búið að ganga frá íbúðum og sameignum að fullu leyti. Ekki sé alltaf um að ræða stór mál, stundum skortir eitthvað á …

Iðnmenntun skilar sér í námi í tæknifræði og verkfræði

Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að iðn- og starfsmenntuðum einstaklingum með frumgreinapróf frá Háskólaum í Reykjavík vegni betur í tækni- og verkfræðinámi við sama skóla en nemendum með stúdentspróf. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn við skólann.Rannsóknin var gerð sumarið 2006. Tilgangur hennar var að gera samanburð á gengi iðnlærðra nemenda með frumgreinapróf og nemenda með stúdentspróf sem stunduðu nám …