Endurskoðun á launalið kjarasamninga frestað fram á sumar

Sambandsstjórn Samiðnar samþykkti á fundi sínum í Grand hóteli í dag að veita miðstjórn umboð til að fresta endurskoðun á launalið kjarasamninga sem taka átti gildi þann 1. mars n.k. fram á sumar.  Jafnframt lýsti sambandsstjórnin yfir vonbrigðum með hversu hægt gangi hjá stjórnvöldum að taka ákvarðanir um viðbrögð við auknu atvinnuleysi meða félagsmanna Samiðnar.  Ný ríkisstjórn undir kjörorðunum „látum verkin tala“ …

Orlofsuppbót kr.25.200

Orlofsuppbótin, að meðtöldu orlofi, greiðist þann 1.júní miðað við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu (01.05.-30.04), öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30.04. eða eru í starfi 01.05.  Orlofsuppbótin er kr. 25.200. Starfsmenn í ákvæðisvinnu fá greidda orlofsuppbót líkt og aðrir. Iðnnemar í fullu starfi hjá fyrirtæki á námstíma fá fulla orlofsuppbót.  Fullt starf telst …

Sambandsstjórnarfundur

Sambandsstjórnarfundur Samiðnar verður haldinn mánudaginn 9.febrúar kl.11 á Grand Hóteli við Sigtún.  Á dagskrá fundarins er hugsanleg frestun á endurskoðun kjarasamninga. 

Hækkun verkfæragjalds blikksmiða

Samkvæmt kjarasamningi Samiðnar og SA hækkaði verkfæragjald blikksmiða þann 1. janúar í kr. 110,94 til samræmis við breytingu á byggingavísitölu. Sjá nánar.      Sjá fyrri hækkanir.

Fundað með iðnaðarráðherra, samgönguráðherra, formanni fjárlaganefndar o.fl.

Forysta Samiðnar hélt fund s.l. fimmtudag með Gunnari Svavarssyni formanni fjárlaganefndar Alþingis og fyrirhugar á næstu dögum fundi með iðnaðarráðherra, samgönguráðherra, fulltrúum Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjunar, forstöðumönnum Framkvæmdasýslu ríkisins og Fasteigna ríkissjóðs. Tilefni fundanna er það alvarlega ástand sem ríkir á vinnumarkaði og þá sérstaklega í bygginga- og mannvirkjagerð, en Samiðn vill leggja sitt af mörkum og fá upplýsingar frá fyrstu hendi um …

Golfmót Samiðnar

Golfmót Samiðnar var haldið laugardaginn 13.júní á Golfvellinum í Öndverðarnesi. Mótið var jafnframt innanfélagsmót aðildarfélaga Samiðnar og opið félagsmönnum og fjölskyldum þeirra.  Sjá úrslit.

Styrkur til Hjálparstarfs kirkjunnar

Samiðn styrkir Hjálparstarf kirkjunnar um þessi jól í stað þess að senda jólakort.  Þetta er í þriðja sinn sem Samiðn veitir félagasamtökum fjárstuðning í stað þess að senda jólakort en um síðustu jól hlutu SPES-samtökin sem starfa í Tógó fjárstuðning og þar áður Íslandsdeild Amnesty International. Sjá heimasíðu Hjálparstarfs kirkjunnar

BYGGIÐN – Félag byggingamanna

Stórhöfða 31  110 Reykjavík og Skipagötu 14 600 Akureyri Formaður Finnbjörn A. Hermannsson Sími 5400100  Heimasíða: www.byggidn.is Tölvupóstfang: byggidn@byggidn.is  Opnunartímar skrifstofu mán.-fim kl. 8-16 fös. kl. 8-15.