Sambandsstjórn Samiðnar samþykkti á fundi sínum í Grand hóteli í dag að veita miðstjórn umboð til að fresta endurskoðun á launalið kjarasamninga sem taka átti gildi þann 1. mars n.k. fram á sumar. Jafnframt lýsti sambandsstjórnin yfir vonbrigðum með hversu hægt gangi hjá stjórnvöldum að taka ákvarðanir um viðbrögð við auknu atvinnuleysi meða félagsmanna Samiðnar. Ný ríkisstjórn undir kjörorðunum „látum verkin tala“ og alþingi þurfa að sameinast um að tryggja kraftmiklar aðgerðir svo koma megi atvinnulífiinu aftur í gang.
Sambandsstjórnin skorar jafnframt á stjórnmálaflokkana að undirbúa umræðuna um aðild að ESB þannig að þjóðin geti tekið afstöðu til þess í næstu kosningum hvort hún vilji sækja um aðild eða ekki.
Þá beinir samandsstjórnin því til verktaka og opinberra aðila að virða vinnulöggjöfina en mikilvægt er að gott samstarf takist við samtök launagreiðenda og opinbera aðila um að beina viðskiptum sínum til aðila sem hafa tilskilin fagréttindi þar sem slíkt á við.
Sjá samþykkt um endurskoðun kjarasamninga
Sjá samþykkt um efnahagsmál
Sjá samþykkt um iðnlöggjöfina