Þingsályktunartillögur um Evrópusambandsaðild til umsagnar

Miðstjórn Samiðnar hefur verið kölluð saman til fundar n.k. þriðjudag 9.júní þar sem á dagskrá verður beiðni Utanríkismálanefndar Alþingis um umsögn Samiðnar um þingsályktunartillögur er varða aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Vinnustaðanám á Norðurlöndum – ferða- og dvalarstyrkur

IÐAN fræðslusetur auglýsir eftir umsóknum til vinnustaðanáms á Norðurlöndunum.  Norræna ráðherranefndin styrkir nemendur í öllu iðn- og starfsnámi til að stunda hluta af vinnustaðanámi sínu á Norðurlöndunum.  Úthlutað verður úr sjóðnum í júní og október á þessu ári.  Hámarksdvöl er sex mánuðir og lágmarksdvöl tveir mánuðir.  Umsóknarfrestur er til 15. júní eða 15. september. Sjá nánar heimasíðu Iðunnar

Ályktun Fagfélagsins um kjaramál

Stjórn Fagfélagsins sendi nýverið frá sér ályktun þar sem hún hvetur til þess að fast verði haldið á kjaramálum félagsins í yfirstandandi samningalotu og skorar jafnframt á fulltrúa ASÍ að gefa ekki eftir að launahækkanirnar komi til framkvæmda þann 1.júllí n.k. Sjá vef Fagfélagsins

Orlofsuppbótin kr. 25.200

Orlofsuppbótin, að meðtöldu orlofi, greiðist þann 1.júní miðað við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu (01.05.-30.04), öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30.04. eða eru í starfi 01.05.  Orlofsuppbótin er kr. 25.200. Starfsmenn í ákvæðisvinnu fá greidda orlofsuppbót líkt og aðrir. Iðnnemar í fullu starfi hjá fyrirtæki á námstíma fá fulla orlofsuppbót.  Fullt starf telst …

Trúnaðarmenn OR mótmæla arðgreiðslum á sama tíma og laun eru skert

Trúnaðarmenn Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, RSÍ, Eflingar, VM, BHM  og Samiðnar hjá Orkuveitu Reykjavíkur hafa sent frá sér eftirfarandi ályktun vegna ákvörðunar um arðgreiðslur til eigenda: Sameiginlegur fundur trúnaðarmanna starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur lýsir undrun sinni á ákvörðun stjórnar OR um að greiða eigendum arð á sama tíma og fyrirtækið skilar 73 milljarða tapi. Fyrir liggur ákvörðun um að skerða laun starfsmanna um …

Umræður um endurskoðun kjarasamninga

Boðað hefur verið til miðstjórnarfundar í Samiðn n.k. mánudag 18.maí þar sem ræða á endurskoðun kjarasamninganna og stöðugleikasáttmála nýrrar ríkisstjórnar.  Formönnum þeirra aðildarfélaga sem ekki eiga fulltrúa í miðstjórn hefur einnig verið boðið til fundarins.

Félagsfundur FIT lýsir yfir áhyggjum af seinagangi stjórnvalda

Á félagsfundi Félags iðn- og tæknigreina sem haldinn var 5.maí s.l. var samþykkt ályktun þar sem lýst er yfir áhyggjum af seinagangi stjórnvalda við að mæta efnahagserfiðleikum fjölskyldna og fyrirtækja í landinu.  Sem dæmi er enn ekki búið að setja reglugerð um endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna viðhalds húsnæðis þrátt fyrir ítrekuð loforð stjórnvalda. Sjá nánar á www.fit.is

ASÍ og SA samþykkja frestun á endurskoðun kjarasamninga

ASÍ og SA hafa náð samkomulagi um frestun á endurskoðun kjarasamninga fram til loka júní.  Frestunin tekur einungis til endurskoðunar á launalið kjarasamninga og taka því önnur ákvæði hans, s.s. lenging orlofs, gildi líkt og kveðið er á um í samningunum.   Samkomulagið felur einnig í sér hækkun lágmarkslauna í kr. 157 þúsund þann 1.mars.  Samkomulag ASÍ og SA um frestun kjarasamninga má …

Laun og hlunnindi forstjóra og stjórnenda fyrirtækja lækki

Sambandsstjórn Samiðnar ályktaði á fundi sínum í gær að samhliða frestun á endurskoðun launaliðar kjarasamninga, komi til endurskoðun á launum og hlunnindum forstjóra og stjórnenda fyrirtækja.  Að mati fundarins er það skýlaus krafa að þessir aðilar, sem sumir búa við margfalt betri launakjör en starfsmenn fyrirtækjanna, taki einnig á sig skerðingar í launum og hlunnindum.  Eitt skal yfir alla ganga.