IÐAN fræðslusetur auglýsir eftir umsóknum til vinnustaðanáms á Norðurlöndunum. Norræna ráðherranefndin styrkir nemendur í öllu iðn- og starfsnámi til að stunda hluta af vinnustaðanámi sínu á Norðurlöndunum. Úthlutað verður úr sjóðnum í júní og október á þessu ári. Hámarksdvöl er sex mánuðir og lágmarksdvöl tveir mánuðir. Umsóknarfrestur er til 15. júní eða 15. september.