Umræður um endurskoðun kjarasamninga

Boðað hefur verið til miðstjórnarfundar í Samiðn n.k. mánudag 18.maí þar sem ræða á endurskoðun kjarasamninganna og stöðugleikasáttmála nýrrar ríkisstjórnar.  Formönnum þeirra aðildarfélaga sem ekki eiga fulltrúa í miðstjórn hefur einnig verið boðið til fundarins.