Námsvísir Iðunnar fyrir vormisseri kominn út

Námsvísir Iðunnar er kominn út þar sem sjá má upplýsingar um námskeið sem Iðan býður upp á fram til vors.  Frekari upplýsingar og skráning á námskeiðin fer fram á heimasíðu Iðunnar www.idan.is eða í síma 5906400. Hér má sækja námsvísinn í pdf-formi.

Verkfæragjald blikksmiða – 1.jan.

Samkvæmt kjarasamningi Samiðnar og SA hækkaði verkfæragjald blikksmiða þann 1. janúar í kr. 113,5 til samræmis við breytingu á byggingavísitölu. Sjá nánar.      Sjá fyrri hækkanir.

Hækkun verkfæragjalds blikksmiða

Samkvæmt kjarasamningi Samiðnar og SA hækkaði verkfæragjald blikksmiða þann 1. janúar í kr. 113,5 til samræmis við breytingu á byggingavísitölu. Sjá nánar.      Sjá fyrri hækkanir.

Samiðn styrkir Rauða kross Íslands

Samiðn styrkir Rauða kross Íslands um þessi jól í stað þess að senda jólakort.  Þetta er í fjórða sinn sem Samiðn veitir félagasamtökum fjárstuðning í stað þess að senda jólakort en um síðustu jól hlaut Hjálparstarf kirkjunnar stuðning.  Samiðn hefur einnig stutt SPES-samtökin sem starfa í Tógó þar áður Íslandsdeild Amnesty International. Á meðfylgjandi ljósmynd veitir Sólveig Ólafsdóttir frá RKÍ styrknum viðtöku úr …

Lokun skrifstofu

Vegna útfarar Benedikts Davíðssonar fyrrverandi formanns Trésmiðafélags Reykjavíkur og Sambands byggingamanna og fyrrum forseta ASÍ verður skrifstofa Samiðnar lokuð eftir hádegi föstudaginn 20.nóvember.

Desemberuppbót kr. 45.600

Desemberuppbótin, að meðtöldu orlofi, er kr. 45.600 og skal greiðast í síðasta lagi 15.desember miðað við starfshlutfall og starfstíma.  Starfsmenn sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi 01.12 eiga rétt á desemberuppbót.  Starfsmenn í ákvæðisvinnu fá greidda desemberuppbót líkt og aðrir.  Sá tími sem starfsmaður er í fæðinarorlofi telst sem …

Opið bréf til ríkisstjórna Norðurlanda: Við krefjumst aðgerða!

Stjórn Industrianställda i Norden (IN), sem eru samtök stéttarfélaga í iðnaði á Norðurlöndunum með um 2,1 milljón félagsmanna, hefur sent opið bréf til ríkisstjórna Norðurlandanna um aðgerðir gegn kreppunni þar sem krafist er aðgerða gegn atvinnuleysi og minnt á mikilvægi hvers konar iðnaðar í því sambandi.  Vakin er athygli á mikilvægi stuðningsaðgerða til handa atvinnulausum, en jafnframt minnt á að mun hagkvæmara er að …

Nýtt Samiðnarblað

Meðal efnis í nýjasta Samiðnarblaðinu er umfjöllun um aðkomu lífeyrissjóðanna að endurreisn atvinnulífsins og mat á stöðugleikasáttmálanum í ljósi gjörbreyttra aðstæðna í þjóðfélaginu.  Einnig er viðtal við Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra um þátt ráðuneytisins í uppbyggngu og nýsköpun atvinnulífsins, auk viðtals við nýráðinn starfsmann Starfsendurhæfingarsjóðs sem ætlað er að aðstoða þá félagsmenn FIT og Fagfélagsins sem búa við skerta starfsgetu sökum veikinda …

Launahækkun 3,5% 1.nóvember s.l.

Launataxtar iðnaðarmanna hækkuðu um kr. 8.750 þann 1.nóvember s.l. og annarra um kr. 6.750, þeir sem fengu laun yfir töxtum fá 3,5% launahækkun.  Prósentuhækkunin er s.k. launaþróunartrygging sem þýðir að hafi starfsmaður fengið aðrar launahækkanir á tímabilinu frá 1.janúar til 1.nóvember á þessu ári þá koma þær til frádráttar. Sjá kjarasamninga og launatöflur >>> hér. Sjá reiknivél vegna hækkana >>> hér.