Samiðn styrkir Rauða kross Íslands um þessi jól í stað þess að senda jólakort. Þetta er í fjórða sinn sem Samiðn veitir félagasamtökum fjárstuðning í stað þess að senda jólakort en um síðustu jól hlaut Hjálparstarf kirkjunnar stuðning. Samiðn hefur einnig stutt SPES-samtökin sem starfa í Tógó þar áður Íslandsdeild Amnesty International.
Á meðfylgjandi ljósmynd veitir Sólveig Ólafsdóttir frá RKÍ styrknum viðtöku úr hendi Finnbjörns A. Hermannssonar formanns Samiðnar.
Sjá heimasíðu Rauða kross Íslands