Stjórn Industrianställda i Norden (IN), sem eru samtök stéttarfélaga í iðnaði á Norðurlöndunum með um 2,1 milljón félagsmanna, hefur sent opið bréf til ríkisstjórna Norðurlandanna um aðgerðir gegn kreppunni þar sem krafist er aðgerða gegn atvinnuleysi og minnt á mikilvægi hvers konar iðnaðar í því sambandi. Vakin er athygli á mikilvægi stuðningsaðgerða til handa atvinnulausum, en jafnframt minnt á að mun hagkvæmara er að fjárfesta í atvinnuþátttöku og skapa atvinnutækifæri í hefðbundnum greinum og í nýsköpun til framtíðar. Bréfið undirrituðu f.h. Íslands; Finnbjörn A. Hermannsson formaður Samiðnar og Kristján Gunnarsson formaður SGS.
>>>Sjá bréfið.
Sjá svar forsætisráðherra Noregs – önnur svör hafa ekki borist.