Meðal efnis í nýjasta Samiðnarblaðinu er umfjöllun um aðkomu lífeyrissjóðanna að endurreisn atvinnulífsins og mat á stöðugleikasáttmálanum í ljósi gjörbreyttra aðstæðna í þjóðfélaginu. Einnig er viðtal við Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra um þátt ráðuneytisins í uppbyggngu og nýsköpun atvinnulífsins, auk viðtals við nýráðinn starfsmann Starfsendurhæfingarsjóðs sem ætlað er að aðstoða þá félagsmenn FIT og Fagfélagsins sem búa við skerta starfsgetu sökum veikinda eða slysa, við að komast aftur út á vinnumarkaðinn. Þá er í blaðinu umfjöllun um „græna geirann“ og horfurnar hjá garðyrkjubændum sem heyja þessa dagana baráttu til lækkunar rafmagnskostnaðar.
Sækja blaðið>>> hér