Golfmótið 29.maí

Golfmót Samiðnar verður haldið laugardaginn 29.maí n.k. á Golfvellinum við Hellu.  Að þessu sinni verður sá hátturinn hafður á að ræst verður út kl. 9 af öllum teigum samtímis og er því mikilvægt að mæta tímanlega. Líkt og undanfarið er Samiðnargolfmótið jafnframt innanfélagsmót aðildarfélaga Samiðnar og eru því allir félagsmenn og fjölskyldur þeirra velkomnir. Skráning er í síma 5356000 eða …

1.maí – Við viljum vinna!

Á baráttudegi launafólks 1.maí verða hátíðarhöld verkalýðsfélaganna með hefðbundnum hætti undir slagorðinu „Við viljum vinna.“  Safnast verður saman á Hlemmi kl. 13 og lagt af stað í kröfugöngu niður Laugaveginn kl. 13:30 undir öflugum lúðrablæstri Lúðrasveitar verkalýðsins og Lúðrasveitarinnar Svans.  Útifundur hefst síðan á Austurvelli að göngu lokinni, þar sem flutt verða ávörp og hljómsveitin Hjaltalín flytur nokkur lög.  Stéttarfélögin bjóða síðan flest til kaffisamsætis …

Þing Samiðnar 14. og 15.maí

Sjötta þing Samiðnar verður haldið á Grand hóteli við Sigtún dagana 14. og 15.maí n.k.  Auk hefðbundinna þingstarfa verður fjallað um atvinnumálin á samdráttartímum og hlutverk aðila vinnumarkaðarins og ríkis og sveitarfélaga í endurreisn atvinnulifsins.  Einnig verður fjallað um ESB og hvort aðild auðveldi endurreisnina.  Skipulagsmál ASÍ verða einnig til umfjöllunar og samstarf og/eða sameining einstakra stéttarfélaga iðnaðarmanna og/eða landssambanda iðnaðarmanna. …

Golfmót – úrslit

Hið árlega golfmót Samiðnar var haldið á golfvellinum við Hellu laugardaginn 29.maí s.l.  Mótið var jafnframt innanfélagsmót aðildarfélaga Samiðnar og mættu um 60 félagsmenn og fjölskyldur þeirra til leiks. Að þessu sinni var fyrirkomulagi mótsins breytt í þá veru að nú var punktamót í stað höggleiks sem fór þannig að Félag iðn- og tæknigreina (FIT) vann Samiðnarbikarinn í sveitakeppni og …

Íslandsmót iðn- og vélgreina

Íslandsmót iðn- og verkgreina verður haldið í fimmta sinn 18. og 19.mars n.k. í Smáralindinni en keppninni er ætlað að vekja athygli á iðn- og verkgreinum og kynna sérstaklega fyrir ungu fólki tækifærin sem felast í námi og starfi á þessu sviði.  Keppin í ár verður sú stærsta hingað til en keppt verður í 15 greinum. Sjá nánar á www.skillsiceland.is  

Mikil vonbrigði með þróun efnahagsmála

Miðstjórn Samiðnar samþykkt á fundi sínum í dag harðorða ályktun stöðu efnahagsmála: „Miðstjórn Samiðnar lýsir miklum vonbrigðum með þróun efnahagsmála,aðgerðarleysi stjórnvalda og þá stöðnun sem við blasir hvarvetna í íslensku samfélagi. Miðstjórnin lýsir fullri ábyrgð á hendur Alþingi sem hefur ekki valdið sínu hlutverki hvorki stjórn né stjórnarandstaða. Miðstjórnin skorar á alþingismenn að láta hagsmuni fólksins í landinu ganga fyrir og …

Málmsuðufélagið með námskeið

Málmsuðufélag Íslands í samvinnu við Iðnskólann í Hafnarfirði stendur fyrir kynningu á „Walk the Cup“ Tig suðu n.k. föstudag 26.febrúar kl. 16 í Iðnskólanum í Hafnarfirði.  Námskeiðið er öllum opið og kostar kr. 1500.

Nýtt akstursgjald frá 1.febrúar

Leggi starfsmaður til bifreið við vinnu sína skal hann samkvæmt kjarasamningi fá greitt akstursgjald fyrir hvern ekinn kílómeter.  Akstursgjaldið er ákvarðað af Ferðakostnaðarnefnd og er frá 1.febrúar 99.kr.  Ef ekið er með efni hækkar gjaldið um 15% og með efni og tæki/verkfæri hækkar það um 30%.  Minnsta gjald skal jafngilda 11,11 km akstri.  Sjá nánar.

Forysta iðnaðarmannafélaganna í morgunkaffi

Nokkrir fulltrúar samtaka iðnaðarmanna innan ASÍ hittust í morgunkaffi nýverið og ræddu ýmis sameiginleg málefni og hvort grundvöllur væri fyrir auknu samstarfi.  Það ríkti jákvætt andrúmsloft á fundinum og var formönnum falið að ræða málin áfram og skilgreina hvar samstarfsfletirnir liggja. 

Völundarverk auglýsir eftir þátttakendum

Völundarverk Reykjavík mun standa fyrir verkefni um viðhald og viðgerðir á gömlum húsum í borginni þann 22.febrúar n.k.  Umsóknum þarf að skila til Iðunnar fræðsluseturs í síðasta lagi 1.febrúar. Sjá nánar á vef Fagfélagsins.