Á baráttudegi launafólks 1.maí verða hátíðarhöld verkalýðsfélaganna með hefðbundnum hætti undir slagorðinu „Við viljum vinna.“ Safnast verður saman á Hlemmi kl. 13 og lagt af stað í kröfugöngu niður Laugaveginn kl. 13:30 undir öflugum lúðrablæstri Lúðrasveitar verkalýðsins og Lúðrasveitarinnar Svans. Útifundur hefst síðan á Austurvelli að göngu lokinni, þar sem flutt verða ávörp og hljómsveitin Hjaltalín flytur nokkur lög. Stéttarfélögin bjóða síðan flest til kaffisamsætis fyrir félagsmenn sína og munu Félag iðn- og tæknigreina og Fagfélagið bjóða félagsmönnum og fjölskyldum þeirra í 1.maí kaffi í Kiwanissanum við Engjateig.