Golfmót Samiðnar verður haldið laugardaginn 29.maí n.k. á Golfvellinum við Hellu. Að þessu sinni verður sá hátturinn hafður á að ræst verður út kl. 9 af öllum teigum samtímis og er því mikilvægt að mæta tímanlega.
Líkt og undanfarið er Samiðnargolfmótið jafnframt innanfélagsmót aðildarfélaga Samiðnar og eru því allir félagsmenn og fjölskyldur þeirra velkomnir.
Skráning er í síma 5356000 eða helga@samidn.is og þarf að gefa upp forgjöf og stéttarfélag.
Upplýsingar um golfvöllin á Hellu. Sjá Suðurland golf og Golfklúbur Hellu