Golfmót – úrslit

Hið árlega golfmót Samiðnar var haldið á golfvellinum við Hellu laugardaginn 29.maí s.l.  Mótið var jafnframt innanfélagsmót aðildarfélaga Samiðnar og mættu um 60 félagsmenn og fjölskyldur þeirra til leiks.

Að þessu sinni var fyrirkomulagi mótsins breytt í þá veru að nú var punktamót í stað höggleiks sem fór þannig að Félag iðn- og tæknigreina (FIT) vann Samiðnarbikarinn í sveitakeppni og Ingólfur Guðjónsson frá Fagfélaginu var hlutskarpastur einstaklinga og vann Samiðnarstyttuna.

Sjá önnur úrslit.