Forysta iðnaðarmannafélaganna í morgunkaffi

Nokkrir fulltrúar samtaka iðnaðarmanna innan ASÍ hittust í morgunkaffi nýverið og ræddu ýmis sameiginleg málefni og hvort grundvöllur væri fyrir auknu samstarfi.  Það ríkti jákvætt andrúmsloft á fundinum og var formönnum falið að ræða málin áfram og skilgreina hvar samstarfsfletirnir liggja.