Kosning um kjarasamning við Landsvirkjun

Þann 1. nóvember 2019 undirrituðu samninganefndir Rafiðnaðarsambands Íslands, VM Félags vélstjóra og málmtæknimanna og Samiðn kjarasamning við Landsvirkjun. Rafræn kosning um kjarasamning Rafiðnaðarsamband Íslands, VM Félags vélstjóra og málmtæknimanna og Samiðnar við Landsvirkjun. Kosning um samningin hefst kl. 12:00 á hádegi þann 4. nóvember og lýkur á miðnætti þann 11. nóvember. Á krækjunni hér að neðan merkt (KJÓSA) er aðgengi …

Þjóðin sameinist um að hrinda aðför fjárveitingavaldsins að heilbrigðiskerfinu

Eitt af grunnstefum íslenskrar verkalýðshreyfingar er öruggur og góður aðgangur að heilbrigðisþjónustu án tillits til efnahags fólks. Á síðari árum hefur heilbrigðisþjónustan verið að breytast með þeim hætti að stærri og stærri hlutur þjónustunnar er á höndum einkaaðila. Í sjálfu sér skiptir ekki öllu máli hver annast þjónustuna ef aðgangurinn er tryggður og tryggt sé að allir hafi jafnan aðgang …

Elmar Hallgríms Hallgrímsson nýr framkvæmdastjóri Samiðnar

Elmar Hallgríms Hallgrímsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Samiðnar af Þorbirni Guðmundssyni sem gegndi því í þrjá áratugi. Samiðn er samband tólf aðildarfélaga iðnaðarmanna víðsvegar um landið. Þorbjörn starfar áfram á vegum Samiðnar og er í forystu sambandsins í yfirstandandi kjarasamningaviðræðum við ríki og sveitarfélög. Elmar er lögfræðingur með embættispróf frá Háskóla Íslands og prófgráðu líka frá University of Pennsylvania …

Þannig líður tíminn

Síðastliðið vor gerði Samiðn kjarasamning við Samtök atvinnulífsins ásamt öðrum félögum og samböndum innan iðnaðarmannasamfélagsins.  Samningurinn gildir til nóvemberloka 2022 og er því með lengstu samningum sem við höfum gert. Það var tvennt sem einkenndi þennan kjarasamning þ.e. samkomulag um styttingu vinnuvikunnar og upptaka nýs launakerfis. Á næstu dögum á að hefjast vinna við útfærslu nýs launakerfis sem á að fara …

Fjórða iðnbyltingin – Hvað þurfum við að gera?

Miðvikudaginn 25. september heldur menntanefnd ASÍ málþing á Hótel Natura um fjórðu iðnbyltinguna og hvað við þurfum að gera til að undirbúa okkur.  Málþingið hefst kl. 9 og stendur til kl. 12 og er skráning á asi@asi.is Sjá nánar.

Lýsa rokkhátíð samtalsins: Erum við umhverfissóðar? Er stytting vinnuvikunnar lýðheilsumál eða kjaramál?

Lýsa rokkhátið samtalsins er opin öllum og fer fram í Hofi á Akureyri 6. og 7. september.  Fulltrúar hinna ýmsu málefna leiða þar saman hesta sína og eiga uppbyggileg skoðanaskipti um samfélagsleg málefni í bland við hressa tónlist og skemmtiatriði.  Iðnfélögin láta ekki sitt eftir liggja og standa að málstofum um annars vegar umhverfismál og hins vegar styttingu vinnuvikunnar. —————————-Föstudagur 6. …

Hægagangur í kjaraviðræðunum

Lítil hreyfing hefur verið í viðræðunum vegna endurnýjunar kjarasamninga við ríki og sveitarfélög. Búið er að vinna margvíslega undirbúningsvinnu þannig að það ætti ekki að taka langan tíma að ljúka samningum ef þeir komast á skrið. Deila SGS og SÍS ( Sambands íslenskra sveitarfélaga) um lífeyrisauka hefur verið dómtekið í félagsdómi og SÍS hefur farið fram á frávísun og fengið …

Hækkanir forstjóra ríkisstofnana hafa truflandi áhrif á samningaviðræðurnar

Nú eru sumarfrí að baki og starfsemin að komast í gang m.a. gerð kjarasamninga við ríki, sveitarfélög, tengd fyrirtæki og stofnanir. Við frestuðum kjaraviðræðum í lok júní með samkomulagi um breytingu á viðræðuáætlunum og innágreiðslu. Viðræður eru hafnar að nýju við Reykjavíkurborg og fundir verða með ríki og sveitarfélögum í þessari viku.  Hins vegar er því ekki að neita að það …

Starf framkvæmdastjóra

Samiðn leitar að öflugum og reyndum leiðtoga til að sinna starfi framkvæmdastjóra. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf sem reynir á samskiptafærni og frumkvæði. Ráðgjafafyrirtækið Capacent annast ráðninguna og er umsagnarfrestur til og með 21. ágúst. Sjá nánar.

Kjaraviðræðum frestað – eingreiðsla 1. ágúst

Viðræðum um endurnýjun kjarasamninga eftirtalinna aðila hefur verið frestað gegn því að til komi eingreiðsla þann 1. ágúst sem fyrirframgreiðsla væntanlegra launahækkana: RíkiðReykjavíkurborgSamband íslenskra sveitarfélagaFaxaflóahafnirStrætóKirkjugarðar ReykjavíkurprófastsdæmisOrkueita ReykjavíkurLandsvirkjunÍsalHS veitur Sjá nánar.