Lýsa rokkhátíð samtalsins: Erum við umhverfissóðar? Er stytting vinnuvikunnar lýðheilsumál eða kjaramál?

Lýsa rokkhátið samtalsins er opin öllum og fer fram í Hofi á Akureyri 6. og 7. september.  Fulltrúar hinna ýmsu málefna leiða þar saman hesta sína og eiga uppbyggileg skoðanaskipti um samfélagsleg málefni í bland við hressa tónlist og skemmtiatriði.  Iðnfélögin láta ekki sitt eftir liggja og standa að málstofum um annars vegar umhverfismál og hins vegar styttingu vinnuvikunnar.

—————————-
Föstudagur 6. september 2019, kl. 13.00

  >>>ER ÞAÐ HLUTSKIPTI IÐNAÐARINS AÐ VERA UMHVERFISSÓÐAR?

Betra umhverfi, ný tækifæri samfara aðgerðum í loftslagsmálum
Sigurður Ingi Friðleifsson framkvæmdastjóri Orkuseturs

„Sjálfbærni pappírs“
Ingibjörg Berglind Guðmundsdóttir grafískur hönnuður fjallar um „Sjálfbærni pappírs“

Samtal í sal að loknum erindum
—————————-
Laugardagur 7. september 2019, kl. 13.00
  >>>ER STYTTRI VINNUVIKA LÝÐHEILSUMÁL EÐA KJARAMÁL?

Stytting vinnuvikunnar “ Efnahagslegt hryðjuverk eða náttúrulegt næsta skref“
Steinunn Eyja Gauksdóttir vinnusálfræðingur og starfandi mannauðsstjóri hjá Spiir og Nordic API Gatway.

Hverju vilja íslenskir iðnaðarmenn ná fram með styttri vinnuviku?
Kristján Þórður Snæbjarnarson talsmaður iðnaðarmanna flytur erindi um markmið iðnaðar¬manna með styttingu vinnuvikunnar í tengslum við nýgerða kjarasamninga.

Samtal í sal að loknum framsögum

Sjá nánar.