Félagsmenn Strætó samþykktu nýjan kjarasamning

Nýr kjarasamningur á milli Samiðnar og Strætó bs sem undirritaður var 16. desember sl. var samþykktur í atkvæðagreiðslu sem lauk nú í hádeginu.   Á kjörskrá voru 14 og kusu 11 eða 78,6% Já sögðu 9 eða 81,8%Nei sögðu 2 eða 18,2% Kjarasamningurinn telst því samþykktur. >> Sjá samninginn.

Skrifað undir hjá Strætó

Samiðn og Strætó bs undirrituðu í morgun nýjan kjarasamning með gildistíma frá 1. apríl sl. til 31. mars 2023.  Kynningarfundur og atkvæðagreiðsla um samninginn verður nk. miðvikudag 18. desember kl. 9:30 í húsnæði Strætó. >> Sjá samninginn

Samningurinn við Orkuveituna samþykktur

Kjarasamningur Samiðnar við Orkuveitu Reykjavíkur sem undirritaður var 3. desember sl. var samþykktur í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag.   Á kjörskrá voru 23 og kusu 14 eða 61% Já sögðu 9 eða 64%Nei sögðu 5 eða 36% Samningurinn telst því samþykktur. >> Sjá samninginn

Samningurinn við sveitarfélögin samþykktur

Nýr kjarasamningur á milli Samiðnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem undirritaður var 13. nóvember sl. var samþykktur í rafrænni atkvæðagreiðslu sem lauk í dag.   Á kjörskrá voru 37 og kusu 11 eða 29,7% Já sögðu 9 eða 81,82%Nei sögðu 2 eða 18,18%Engin auð eða ógild atkvæði. Samningurinn telst því samþykktur  >> Sjá samninginn.

Desemberuppbótin 2020

Desemberuppbótin á almennum markaði, að meðtöldu orlofi, er kr. 94.000 og skal greiðast í síðasta lagi 15. desember miðað við starfshlutfall og starfstíma. Starfsmenn sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi 1.desember eiga rétt á desemberuppbót. Starfsmenn í ákvæðisvinnu fá greidda desemberuppbót líkt og aðrir. Sá tími sem …

Kosning um kjarasamning Sambands sveitarfélaga

Þann 13. nóvember 2019 undirrituðu samninganefndir Samiðnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga nýjan kjarasamning með gildistíma frá 1. nóvember sl. til 31. mars 2023.  Kosning um samninginn er hafin og lýkur kl. 12 á hádegi föstudaginn 29. nóvember. Á krækjunni hér að neðan merkt (KJÓSA) er aðgengi að kosningunni. Af krækjunni er þátttakendum beint inn á innskráningarsíðu þar sem þeir þurfa …

Samningur undirritaður við sveitarfélögin

Samiðn, MATVÍS og VM undirrituðu í gær nýja kjarasamninga við Samband íslenskra sveitarfélaga sem gilda frá 1. nóvember 2019 til 31. mars 2023. Helstu atriði samninganna eru: Hækkun launa1. nóvember 2019 hækka laun um kr. 17.0001. apríl 2020 hækka laun um kr. 24.0001. janúar 2021 hækka laun um kr. 24.0001. janúar 2022 hækka laun um kr. 25.000 LágmarkslaunLágmarkslaun fyrir fullt starf, …

Kjarasamningur við Landsvirkjun samþykktur

Kosningu um kjarasamning Samiðnar, Rafiðnaðarsambandsins og VM við Landsvirkjun er lokið en félögin kusu sameiginlega um samninginn.Á kjörskrá voru 102 og tóku 86, eða 84,3%, þátt í kosningunni.Já sögðu 73 eða 84,88%.Nei sögðu 11 eða 12,79%.Tveir skiluðu auðu.Samningurinn var því samþykktur með tæpum 85% greiddra atkvæða. >> Sjá samninginn.