Kosning um kjarasamning Sambands sveitarfélaga

Þann 13. nóvember 2019 undirrituðu samninganefndir Samiðnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga nýjan kjarasamning með gildistíma frá 1. nóvember sl. til 31. mars 2023. 

Kosning um samninginn er hafin og lýkur kl. 12 á hádegi föstudaginn 29. nóvember.

Á krækjunni hér að neðan merkt (KJÓSA) er aðgengi að kosningunni. Af krækjunni er þátttakendum beint inn á innskráningarsíðu þar sem þeir þurfa að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum eða íslykli.  Þeir sem ekki eiga íslykil eða rafræn skilríki geta sótt um íslykil á Island.is (www.island.is) og valið um hvort þeir fái lykilinn sendan í heimabankann sinn eða með pósti á lögheimili sitt. Þjóðskrá Íslands stendur straum af kostnaði við að senda Íslyklana bæði í heimabankann sem og með pósti á lögheimili.

>> Sjá samninginn

>> KJÓSA