Ríkisstjórnin víki takist ekki að leiða þjóðina úr efnahagsógöngum

Kjaramálaráðstefna  Samiðnar haldin á Grand hótel 15.október 2010 lýsir miklum vonbrigðum með hvað hægt hefur gengið  að finna ásættanlegar lausnir fyrir skuldsett heimili og fyrirtæki. Hvað hægt  gengur að fá  niðurstöðu varðandi gengistryggð lán og hvernig það  svigrúm til lækkunar skulda sem varð til við yfirfærslu frá eldri bönkunum til þeirra nýju hefur verði nýtt.    Langvarandi óvissa dregur kjarkinn og kraftinn …

IÐAN – haust 2010

Námsvísir IÐUNNAR fræðsluseturs er kominn út en þar má m.a. finna upplýsingar um fagtengd námskeið, stjórnunar- og fjármálanámskeið og tölvunámskeið. Sjá hér.

Sambandsstjórnarfundur og kjaramálaráðstefna 14. og 15.október

Í aðdraganda endurnýjunar kjarasamninga hefur miðstjórn Samiðnar boðað til sambandsstjórnarfundar og kjaramálaráðstefnu dagana 14. og 15.október n.k.  Sambandsstjórnarfundurinn verður haldinn 14.október kl. 13 á Grand Hóteli í Reykjavík og verða skipulagsmál á dagskrá fundarins í samræmi við samþykkt þings Samiðnar s.l. vor (sjá hér).  Kjaramálaráðstefnan verður haldin15.október kl. 9 á sama stað og verður viðfangsefni ráðstefnunnar undirbúningur að endurnýjun kjarasamninga.  …

Vinnufundur miðstjórnar og kjaramálaráðstefna

Miðstjórn Samiðnar mun funda á Sauðárkróki 14. og 15.september til undirbúnings málefnavinnu vegna komandi kjarasamningaviðræðna en kjaramálaráðstefna Samiðnar verður haldin 14. og 15.október og sitja hana sambandsstjórn auk trúnaðarmanna. 

Vinnustaðaskírteini

Upplýsingar um framkvæmd samkomulags ASÍ og SA og prentun skírteinanna má finna á www.skirteini.is

Kaupmáttur eykst annan mánuðinn í röð

Kaupmáttur launa jókst um 0,9% í júlí frá fyrri mánuði og er þetta annar mánuðurinn í röð sem kaupmáttur launa hefur aukist. Undanfarna 12 mánuði hefur kaupmáttur launa aukist um 1,1%  og er það mikill viðsnúningur frá þróun síðustu missera, en allt frá ársbyrjun 2008 hefur kaupmáttur launa lækkað linnulaust vegna mikillar verðbólgu á sama tíma og laun hafa oft …

Vinnustaðaskírteinin taka gildi 15.ágúst

Samkomulag ASÍ og SA um vinnustaðaskírteini tekur gildi þann 15.ágúst n.k. og ber launagreiðendum upp frá því að sjá til þess að starfsmenn beri skírteinin og framvísi þeim sé þess óskað af eftirlitsfulltrúum. Upplýsingar um framkvæmd samkomulagsins og prentun skírteinanna má finna á www.skirteini.is  

Hækkun verkfæragjalds blikksmiða

Samkvæmt kjarasamningi Samiðnar og SA hækkar verkfæragjald blikksmiða þann 1. júlí í kr. 116 til samræmis við breytingu á byggingavísitölu. Sjá nánar.      Sjá fyrri hækkanir.

Íslenskir verktakar annist Búðarhálsvirkjun

Stjórn Samiðnar mótmælir harðlega vilja Landsvirkjunar til að hleypa kínverskum verktökum að framkvæmdum vegna Búðarhálsvirkjunar og hefur sent stjórn Landsvirkjun ályktun þess efnis: „Samiðn fagnar ákvörðun Landsvirkjunar um að bjóða út byggingu Búðarhálsvirkjunar enda mun framkvæmdin  hafa mikil og jákvæð áhrif á atvinnuástandið í bygginga- og mannvirkjagerð verði skynsamlega að verki   staðið. Nú hafa borist fréttir af viðræðum Landsvirkjunar og kínverska …

Vinnustaðaskírteini gegn félagslegum undirboðum

Frá og með 15.ágúst n.k. ber öllum launagreiðendum að sjá til þess að starfsmenn beri vinnustaðaskírteini en þá tekur gildi samkomulag ASÍ og SA um vinnustaðaeftirlit sem hefur það megin markmið að launagreiðendur og starfsmenn þeirra fari að gildandi lögum, reglugerðum og kjarasamningum.  Skírteinunum er þannig ætlað að auðvelda efitirlit með því að starfsmenn njóti þeirra kjara sem þeim ber …