Samiðnargolfmótið – úrslit

Golfmót Samiðnar fór fram á Golfvellinum í Öndverðarnesi á Uppstigningardag 2.júní.  Aldrei fleiri hafa verið skráðir til leiks eða yfir 80 félagsmenn aðildarfélaga Samiðnar og gestir þeirra en mótið var punktamót með og án forgjafar. Úrslit Samiðnargolfmótsins 2011: FAGFÉLAGIÐ Úrslit án forgjafar: 1. Óli Valur Guðmundsson 2. Gunnar A. Traustason 3. Kristín Sigurbergsdóttir Með forgjöf: 1. Agnes Ingadóttir 2. Elín …

Nýr kjarasamningur við Orkuveituna

Nýr kjarasamniningur á milli Samiðnar og Orkuveitunnar var undirritaður í dag og er hann á svipuðum nótum og samningar þeir sem undirritaðir hafa verið undanfarna daga.  Gildistími samningsins er til loka janúar 2014. Sjá samninginn.

Samið við ríkið

Nýr kjarasamningur við ríkið var undirritaður í hádeginu í dag í húsnæði ríkissáttasemjara með gildistíma til 31.mars 2014.  Samningurinn er á svipuðum nótum og samningar á almennum markaði og hljóðar upp á eingreiðslu kr. 50.000 sem greiðist við undirritun og hækkanir á launum þann 1.júní 4,25%, þann 1.mars 2012 3,50% og þann 1.mars 2013 3,25%, þá kemur eingreiðsla kr. 38.000 …

Nýr samningur við Reykjavíkurborg

Viðræðunefnd Samiðnar undirritaði í gærkvöldi nýjan kjarasamning við Reykjavíkurborg til þriggja ára.  Launahækkanirnar hljóða upp á kr. 12.000 þó að lágmarki 4,6% þann 1.júní 2011, kr. 11.000 þó að lágmarki 3,5% þann 1.mars 2012 og kr. 11.000 þó að lágmarki 3,5% þann 1.mars 2013 .  Auk þess 50.000 kr. eingreiðsla sem greiðist til þeirra sem voru í fullu starfi mánuðina mars til …

Samið við meistarafélögin

Viðræðunefnd Samiðnar gekk í dag frá nýjum kjarasamningi við aðildarfélög Meistarasambands byggingamanna og er hann á svipuðum nótum og nýgerður samningur við Samtök atvinnulífsins.  Sjá samninginn.

Orlofsuppbótin kr. 26.900 auk álags kr. 10.000

Orlofsuppbótin, að meðtöldu orlofi, greiðist þann 1.júní miðað við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu (01.05.-30.04), öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30.04. eða eru í starfi 01.05.  Orlofsuppbótin er kr. 26.900 (36.900 m/álagi).  Starfsmenn í ákvæðisvinnu fá greidda orlofsuppbót líkt og aðrir. Á árinu 2011 greiðist sérstakt álag á orlofsuppbót kr. 10.000 nema ASÍ hafi …

Orlofsuppbótin kr. 26.900 auk álags kr. 10.000

Orlofsuppbótin, að meðtöldu orlofi, greiðist þann 1.júní miðað við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu (01.05.-30.04), öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30.04. eða eru í starfi 01.05.  Orlofsuppbótin er kr. 26.900 (kr. 36.900 m/álagi). Starfsmenn í ákvæðisvinnu fá greidda orlofsuppbót líkt og aðrir. Á árinu 2011 greiðist sérstakt álag á orlofsuppbót kr. 10.000 …

Góður gangur í viðræðum við meistarafélögin

Viðræðunefnd Samiðnar átti í dag fund með fulltrúum meistarafélaganna um endurnýjun kjarasamnings.  Fundurinn var jákvæður og má reikna með að nýr samningur á milli Samiðnar og meistara líti senn dagsins ljós ef ekkert óvænt kemur upp á.

Kjarasamningar samþykktir með miklum meirihluta

Kjarasamningar Samiðnar fyrir hönd aðildarfélaga við Samtök atvinnulífsins, Bílgreinasambandið og Samband garðyrkjubænda voru samþykktir með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslum félagsmanna.  Hér að neðan má sjá kosningaþátttökuna og niðurstöðurnar hjá hverju félagi fyrir sig: Fagfélagið: Þátttaka 22% – Já 78% – Nei 20% – Auðir og ógildir 1% Félag iðn- og tæknigreina og Samtök atvinnulífsins: Þátttaka 14% – Já 78% – Nei …

Nýr kjarasamningur við Samtök atvinnulífsins

Viðræðunefnd Samiðnar undirritaði 5.maí s.l. nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins til þriggja ára.  Samningurinn felur í sér almennar launahækkanir upp á rúmlega 11% á samningstímanum og hækkun á launatöxtum um kr. 34.000 auk hækkunar á orlofs- og desemberuppbót og eingreiðslu kr. 50.000 sem greiðist út við undirskrift.  New Collective Agreement ENGLISH VERSION – click here Almennar launahækkanir 1.júní 2011 – …