Kjarasamningar samþykktir með miklum meirihluta

Kjarasamningar Samiðnar fyrir hönd aðildarfélaga við Samtök atvinnulífsins, Bílgreinasambandið og Samband garðyrkjubænda voru samþykktir með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslum félagsmanna.  Hér að neðan má sjá kosningaþátttökuna og niðurstöðurnar hjá hverju félagi fyrir sig:

Fagfélagið:
Þátttaka 22% – Já 78% – Nei 20% – Auðir og ógildir 1%

Félag iðn- og tæknigreina og Samtök atvinnulífsins:
Þátttaka 14% – Já 78% – Nei 20% – Auðir og ógildir 2%

Félag iðn- og tæknigreina og Bílgreinasambandið:
Þátttaka 20% – Já 79% – Nei 20% – Auðir og ógildir 1%

Félag iðn- og tæknigreina og Samb. garðyrkjub.:
Þátttaka 14% – Já 78% – Nei 20% – Auðir og ógildir 2%

Félag málmiðnaðarmanna á Akureyri:
Þátttaka 17% – Já 83% – Nei 17% – Auðir og ógildir 0%

Iðnsveinafélag Skagafjarðar:
Þátttaka 43% – Já 89% – Nei 11% – Auðir og ógildir 0%

Þingiðn:
Þátttaka 20% – Já 81% – Nei 19% – Auðir og ógildir 0%

Verkalýðsfélag Vestfirðinga:
Þátttaka 62% – Já 88% – Nei 12% – Auðir og ógildir 0%

Félag hársnyrtisveina:
Já – 92%

Stéttarfélag Vesturlands:
Þátttaka 36% – Já 100% – Nei 0% – Auðir og ógildir 0%

Félag járniðnaðarmanna á Ísafirði:
Þátttaka 50% – Já 81% – Nei 19% – Auðir og ógildir 0%

AFL starfsgreinafélag – iðnaðarmannadeild:
Þátttaka 33% – Já 84% – Nei 15% – Auðir og ógildir 2%

Verkalýðsfélag Akraness – iðnsveinadeild:
Þátttaka 17% – Já 67% – Nei 33% – Auðir og ógildir 0%




>>Sjá samning Samtaka atvinnulífsins
>>Sjá samning Bílgreinasambandsins
>>Sjá samning Sambands garðyrkjubænda