Viðræðunefnd Samiðnar undirritaði í gærkvöldi nýjan kjarasamning við Reykjavíkurborg til þriggja ára. Launahækkanirnar hljóða upp á kr. 12.000 þó að lágmarki 4,6% þann 1.júní 2011, kr. 11.000 þó að lágmarki 3,5% þann 1.mars 2012 og kr. 11.000 þó að lágmarki 3,5% þann 1.mars 2013 . Auk þess 50.000 kr. eingreiðsla sem greiðist til þeirra sem voru í fullu starfi mánuðina mars til maí á þessu ári og eingreiðsla kr. 25.000 1.febrúar 2012. Gert er ráð fyrir að samningurinn verði kynntur og afgreiddur í byrjun næstu viku.