Samþykkt miðstjórnar vegna endurskoðunar á forsendum kjarasamninga

„Samkvæmt kjarasamningum sem undirritaðir voru 5.maí s.l. var kveðið á um að endurskoða ætti forsendur kjarasamninga  fyrir 20.janúar 2012.  Í slíku mati bæri að taka tillit til þróunar kaupmáttar  og framgangs  efnisþátta sem  getið var í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands  hefur kaupmáttur launa almennt aukist á samningstímanum meðal  iðnaðarmanna. Varðandi framgang verkefna sem getið er í yfirlýsingu …

IÐAN haust 2012

Hér má sækja upplýsingar um námskeið IÐUNNAR fræðsluseturs fyrir haustmisseri 2012: >> smellið hér.

Verkfæragjald blikksmiða frá 1.júlí

Samkvæmt kjarasamningi Samiðnar og SA breyttist verkfæragjald blikksmiða þann 1. janúar í kr. 131,00 til samræmis við breytingu á byggingavísitölu. Sjá nánar (bls. 81).       Sjá fyrri hækkanir.

Gerviverktaka og fastráðningasamband

Að gefnu tilefni vill Samiðn vekja sérstaka athygli á ákvæðum kjarasamningsins við SA er varða gerviverktöku og fastráðningasamband. Sjá hér.

Nýtt verkfæragjald blikksmiða

Samkvæmt kjarasamningi Samiðnar og SA breyttist verkfæragjald blikksmiða þann 1. janúar í kr. 127,48 til samræmis við breytingu á byggingavísitölu. Sjá nánar (bls. 81).      Sjá fyrri hækkanir.

Hvað kostar krónan heimilin í landinu?

Alþýðusamband Íslands heldur á morgun opinn fund um íslensku krónuna og hvað hún kostar heimilin í landinu. Fundurinn kemur í framhaldi af öðrum sem ASÍ hélt í síðustu viku um háa vexti og verðtrygginguna. Fundurinn sem hefst kl. 17 á Grand hótel 8. desember er öllum opinn. Hér má sjá upptökur af fundunum 1. og 8.des.

Ríkisstjórnin sendir reikninginn á börn framtíðarinnar með samtímasköttun á lífeyrissjóðina

Miðstjórn Samiðnar samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar í skattlagningu á eignir lífeyrissjóðanna er harðlega mótmælt þar sem hún stríðir gegn sátt kynslóðanna um að fólk á vinnumarkaði greiði í sjóði til að mæta kostnaði þegar það hverfur af vinnumarkaði en lífeyrir þess sé ekki eingöngu fjármagnaður af samtímasköttun þeirra yngri eins og nú virðast vera áform um. …

Um gerviverktöku og fastráðningarsamband

Ákvæði  um gerviverktöku og fastráðningarsamband í kjarasamningi Samiðnar  og Samtaka atvinnulífsins •Fastráðningarsamband er meginreglan á íslenskum vinnumarkaði Starfsmenn í skilningi kjarasamnings þessa eru þeir sem ráðnir eru til að gegna störfum undir stjórn atvinnurekenda á umsömdum vinnutíma við úrlausn þeirra verkefna, sem atvinnurekandi mælir fyrir um og á hans ábyrgð. •Laun og önnur réttindi Starfsmenn skulu fá greidd laun en …

Hvað kosta verðtryggingin og krónan okkur?

Alþýðusamband Íslands boðar til opinna funda um vexti og verðtryggingu á Grand Hótel Reykjavík. Fyrsti fundurinn er fimmtudaginn 1. desember kl. 17 og ber hann yfirskriftina; Eru háir vextir og verðtrygging náttúrulögmál á Íslandi? Þetta er fyrri fundurinn af tveimur hjá ASÍ nú í desember en svo er meinging að halda áfram í desember.  Sá næsti er 8. desember og hann …