Svikin fyrirheit verslunarinnar

Þegar samið var um endurnýjun kjarasamninga í lok janúar gáfu atvinnurekendur fyrirheit um að sýna aðhald í verðhækkunum til að sú 3,25% launahækkun, sem kom til framkvæmda 1. febrúar, mundi skila sér í auknum kaupmætti launafólks.  Nú er ljóst að ekki hefur verið staðið við þessar yfirlýsingar.

Gegn leyndarhyggju í verðlagsmálum

Stjórn ASÍ-UNG hefur sent frá sér ályktun þar sem skorað er á neytendur að sniðganga verslanir sem úthýst hafa fulltrúum verðlagseftirlits ASÍ: „Stjórn ASÍ-UNG skorar á alla neytendur að svara þeim verslunum sem úthýsa verðlagseftirliti ASÍ með sniðgöngu. Öflugt verðlagseftirlit er órjúfanlegur hluti af kjarabaráttu ASÍ enda er það nauðsynlegt til að lágmarka skaðleg verðbólguáhrif sem nú þegar eru of …

Kjarasamningar ganga framar þjónustufrelsinu

Um árabil hefur verið deilt um það hvort lágmarkskjör skv. kjarasamningum á EES svæðinu, sem gerðir eru gildandi fyrir allt launafólk og alla atvinnurekendur án tillits til félagsaðildar fari gegn ákvæði EES samningsins um frjáls þjónustuviðskipti á EES svæðinu. Hæstiréttur Noregs, á grundvelli ráðgefandi álits EFTA dómstólsins, ákvað í morgun að lágmarkskjör kjarasamninga gangi þjónustufrelsinu framar. Sjá nánar.

Vertu á verði – láttu vita!

Aðildarfélög ASÍ hefja í dag átak gegn verðhækkunum undir yfirskriftinni – Vertu á verði. Almenningur og atvinnulífið eru hvött til að taka höndum saman og rjúfa vítahring verðbólgunnar. Átakinu er ætlað að veita fyrirtækjum og stofnunum aðhald í verðlagsmálum og vekja neytendur til aukinnar vitundar.

Sendu ábendingar um verðhækkanir á – www.vertuaverdi.is

Undirbúningur hafinn fyrir þing Samiðnar og endurnýjun kjarasamninga

Framkvæmdastjórn Samiðnar hefur undanfarið hist reglulega til undirbúnings þings sambandsins sem haldið verður í byrjun maí og ekki síður til undirbúnings endurnýjunar kjarasamninga í haust.  Framkvæmdastjórnin hefur boðið til sín Yngva Erni Kristinssyni hagfræðingi á hugarflæðisfundi þar sem forsendur nýrra kjarasamninga hafa verið ræddar út frá ýmsum hliðum.  Ólafur Darri Andrason hagfræðingur ASÍ hefur einnig komið á fundi stjórnarinnar og tekið þátt vinnunni.  

Eistar njóti sömu kjara og Finnar

Hæstiréttur Eistlands felldi nýverið áhugaverðan dóm þess efnis að einstnensk fyrirtæki sem starfa í Finnlandi skuli veita starfsmönnum sínum sömu kjör og Finnar í sambærilegum störfum.  Afleiðingin er að laun Eistanna munu hækka til samræmis við það sem gengur og gerist í Finnlandi og styrkja samkeppnisstöðu finnskra fyrirtækja. Sjá nánar. 

Launabreytingar 1. febrúar

Í samræmi við samkomulag ASÍ og SA frá 22. janúar s.l. hækka launataxtar á almennum markaði um kr. 11.000 þann 1. febrúar og almenn laun um 3,25%.  Kostnaðarliðir og reiknitölur hækka að sama skapi.  Laun starfsmanna hjá ríkinu og sveitarfélögum hækka þann 1. mars n.k. Sjá nánar. Samkomulag ASÍ og SA.  Niðurstöðu forsendunefndar.

Hækkanir ríkis og sveitarfélaga á gjaldskrám og neyslusköttum auka verðbólgu

Í athyglisverðri úttekt hagdeildar Alþýðusambandsins kemur fram að hækkanir á gjaldskrám og neyslusköttum ríkis og sveitarfélaga hafa á síðustu árum aukið álögur á heimilin og skilað sér beint út í verðlagið og valdið aukinni verðbólgu. Frá árinu 2008 hefur opinber þjónusta hækkað um ríflega 35% auk þess sem auknar álögur á eldsneyti, áfengi og tóbak hafa valdið um þriðjungs hækkun …

Verðhjöðnun sökum minni skatta- og gjaldskrárhækkana?

Greiningardeild Arion banka spáir 0,10% lækkun á vísitölu neysluverðs (VNV) í janúar og gangi spáin eftir mun ársverðbólga mælast 3,8% samanborið við 4,2% í desember. Útsöluáhrif koma jafnan sterk fram í vísitölumælingum neysluverðs fyrir janúar en auk þess var fallið frá opinberum hækkunum á bensíni, olíu, bjór, léttvíni, bifreiðagjöldum og útvarpsgjaldi og vega því gjaldskrár- og skattahækkanir minna en ella.

Laun hækka um 3,25% 1.febrúar og 1.mars hjá opinberum starfsmönnum

Samkomulag var undirritað í dag milli ASÍ og SA um endurskoðun kjarasamninga. Það felur í sér að samningunum verður ekki sagt upp en samningstíminn hins vegar styttur um tvo mánuði. Launahækkun upp á 3,25% til félagsmanna innan aðildarfélaga ASÍ kemur því til framkvæmda 1. febrúar nk. en 1. mars hjá starfsmönnum hins opinbera.  Yfirgnæfandi meirihluti félaga inna ASÍ var á …